Ferill 557. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 937  —  557. mál.




Fyrirspurn


til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra um aðild að Geimvísindastofnun Evrópu.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hvað tefur umsókn um aðild Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), sbr. þingsályktun nr. 69/145?
     2.      Hafa farið fram viðræður við fulltrúa stofnunarinnar nýlega? Ef svo er, hverjir tóku þátt í þeim af Íslands hálfu?
     3.      Hefur ráðherra látið meta ávinning af aðild með tilliti til:
                  a.      öryggisþátta í samgöngum,
                  b.      faglegrar þátttöku í vísindum og rannsóknum og aðgengi að styrkjakerfi ESA?
     4.      Hver er áætlaður árlegur kostnaður við aðild að Geimvísindastofnun Evrópu?
     5.      Telur ráðherra aðild að Geimvísindastofnun Evrópu sé skilyrði fyrir aðgangi að gervihnattaleiðsögukerfinu EGNOS?