Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 958  —  341. mál.
2. umræða.



Nefndarálit


um frumvarp til laga um reglubundna og viðvarandi upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.
    Með frumvarpinu er lagt til að sett verði ný heildarlög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa. Frumvarpið felur í sér innleiðingu tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/109/EB frá 15. desember 2004 eða svonefndrar gagnsæistilskipunar. Tilskipunin mælir einkum fyrir um samræmingu reglna um birtingu reglulegra upplýsinga um útgefendur verðbréfa sem tekin hafa verið til skipta á skipulegum verðbréfamarkaði og um birtingu upplýsinga um breytingu á verulegum hlut atkvæðisréttar eða eignarhaldi í slíkum útgefendum. Nefndin vekur athygli á því að við framlagningu var frumvarpið merkt röngu löggjafarþingi og telur eðlilegt að það verði lagfært með uppprentun.
    Nefndinni barst minnisblað frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu um breytingar sem einkum eru tæknilegs eðlis og unnar voru í samráði við Seðlabanka Íslands. Meiri hlutinn telur þær ábendingar sem fram koma í minnisblaðinu réttmætar og leggur til breytingar á frumvarpinu í samræmi við þær.
    Meiri hlutinn leggur til að heiti frumvarpsins verði stytt auk þess sem lagðar eru til nokkrar breytingar tæknilegs eðlis sem er ekki ætlað að hafa efnisleg áhrif.
    Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til á sérstöku þingskjali.
    Smári McCarthy var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 25. febrúar 2021.

Óli Björn Kárason,
form.
Brynjar Níelsson,
frsm.
Jón Steindór Valdimarsson.
Bryndís Haraldsdóttir. Oddný G. Harðardóttir. Ólafur Þór Gunnarsson.
Þórarinn Ingi Pétursson.