Ferill 136. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.

Þingskjal 966  —  136. mál.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum (takmarkanir á einkarétti höfunda til hagsbóta fyrir einstaklinga með sjón- eða lestrarhömlun).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (PállM, SilG, BjG, BÁ, KÞ, SÞÁ).


     1.      Í stað orðanna „1. og 2. málsl.“ í c-lið 1. gr. komi: þessarar málsgreinar.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðanna „er án slíkrar skerðingar“ í b-lið 1. tölul. a-liðar komi: hefur ekki slíka skerðingu.
                  b.      Í stað orðanna „er án slíkrar fötlunar“ í c-lið 1. tölul. a-liðar komi: hefur ekki slíka fötlun.
                  c.      Efnisliður 2. tölul. a-liðar orðist svo: Verk sem er sett fram með sérstökum hætti eða á formi sem veitir einstaklingi með sjón- eða lestrarhömlun aðgang að verkinu eða efninu, m.a. til að viðkomandi hafi jafn greiðan og jafn þægilegan aðgang að því og sá sem ekki glímir við neina þá skerðingu eða fötlun sem um getur í 1. tölul.
                  d.      Í stað orðanna „sem eiga við sjón- eða lestrarhömlun að stríða“ tvívegis í 3. tölul. a-liðar komi: með sjón- eða lestrarhömlun.
                  e.      Í stað orðsins „aðgengi“ í 3. tölul. a-liðar komi: aðgang.
                  f.      Í stað orðsins „aðgengi“ í 4. tölul. a-liðar komi: aðgangi.
                  g.      Í stað orðanna „sem á við sjón- eða lestrarhömlun að stríða“ í 1., 2. og 3. mgr. c-liðar komi: með sjón- eða lestrarhömlun.
                  h.      Á eftir orðunum „hagnaðarskyni og“ í 2. mgr. c-liðar komi: sé.
                  i.      Í stað orðanna „sem eiga við sjón- og lestrarhömlun að stríða“ í 2. mgr. c-liðar komi: sem eru með sjón- og lestrarhömlun.
                  j.      Í stað orðanna „tileinka sér eða fá“ í 3. mgr. c-liðar komi: fá eða hafa.
                  k.      Í stað orðsins „blindraletri“ í 2. mgr. d-liðar komi: punktaletri.
                  l.      Í stað orðanna „sem eiga við sjón eða lestrarhömlun að stríða“ í 2. mgr. d-liðar komi: með sjón- eða lestrarhömlun.
                  m.      Í stað orðanna „sem eiga við sjón- eða lestrarhömlun að stríða“ tvívegis í 1. og 2. mgr. e-liðar komi: með sjón- eða lestrarhömlun.
     3.      3. gr. orðist svo:
             Í stað tilvísunarinnar „1., 2. og 4. mgr. 19. gr.“ í 5. mgr. 45. gr. laganna kemur: 19. gr., 19. gr. a – 19. gr. e.
     4.      Á eftir 8. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
             Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
             Ákvæði 2. og 3. mgr. 19. gr. c öðlast ekki gildi fyrr en Marakess-sáttmálinn öðlast gildi að því er Ísland varðar og ráðherra hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um gildistökuna.
     5.      9. gr. orðist svo:
             Lög þessi öðlast þegar gildi.
     6.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum (sjón- eða lestrarhömlun).