Ferill 540. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 968  —  540. mál.




Svar


sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur um stöðu tilraunaverkefnis um heimaslátrun.


     1.      Hvar stendur tilraunaverkefnið um heimaslátrun sem hafist var handa við í haust?
    Tilraunaverkefninu sem hófst haustið 2020 er lokið.

     2.      Hefur skýrslu um verkefnið verið lokið? Ef svo er, hvenær verður hún birt?
    Skýrslan hefur verið birt á heimasíðu ráðuneytisins.

     3.      Verður stefnt að því að leyfa heimaslátrun haustið 2021?
    Ráðherra kynnti 17. febrúar sl. tímasetta aðgerðaáætlun í 12 liðum til eflingar íslensks landbúnaðar. Sjötta aðgerð áætlunarinnar er um átak til að ýta undir möguleika bænda til heimaframleiðslu beint frá býli. Þar kemur fram að í mars 2021 verður kynnt átak til að ýta undir möguleika bænda til að framleiða og selja afurðir beint frá býli til að styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu sláturtíð. Þannig verður stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþróun, varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matvæla. Tilgangurinn er að auðvelda landbúnaðinum að nýta betur tækifærin sem í því geta falist. Fjármagn til að hrinda átakinu í framkvæmd er tryggt.