Ferill 689. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1646  —  689. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði.

(Eftir 2. umræðu, 8. júní.)


I. KAFLI

Breyting á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „ tryggir sig alfarið gegn slíkri áhættu með hagnaði af“ í 15. tölul. 1. mgr. kemur: fjármagnar sig gagnvart slíkri áhættu með.
     b.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, 31. tölul., svohljóðandi: Samstarf: Samstarf skal m.a. vera talið á milli aðila ef þeir hafa gert með sér samkomulag um að einn eða fleiri saman nái virkum eignarhlut í félagi, hvort sem samkomulagið er formlegt eða óformlegt, skriflegt, munnlegt eða með öðrum hætti. Samstarf skal alltaf talið vera fyrir hendi þegar um eftirfarandi tengsl er að ræða, nema sýnt sé fram á hið gagnstæða:
              a.      Hjón, aðilar í skráðri sambúð og börn hjóna eða aðila í skráðri sambúð. Foreldrar og börn teljast enn fremur aðilar í samstarfi.
              b.      Tengsl milli aðila sem fela í sér bein eða óbein yfirráð annars aðilans yfir hinum eða ef tvö eða fleiri félög eru beint eða óbeint undir yfirráðum sama aðila. Taka skal tillit til tengsla aðila skv. a-, c- og d-lið.
              c.      Félög sem aðili á með beinum eða óbeinum hætti verulegan eignarhlut í, þ.e. aðili á með beinum eða óbeinum hætti a.m.k. 20% hluta atkvæðisréttar í viðkomandi félagi. Félag, móðurfélag þess, dótturfélög og systurfélög teljast í samstarfi. Taka skal tillit til tengsla aðila skv. a-, b- og d-lið.
              d.      Tengsl á milli félags og stjórnarmanna þess og félags og framkvæmdastjóra þess.
     c.      Í stað orðsins „sölugengi“ í 2. mgr. kemur: miðgengi.


2. gr.

    2. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
    Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með viðskiptaháttum vátryggingafélaga sem fengið hafa starfsleyfi hér á landi, sölustarfsemi þeirra og tjónsuppgjöri og skal gera þær kannanir sem það telur nauðsynlegar vegna þess hjá vátryggingafélögum. Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt eftirlit með viðskiptaháttum erlendra vátryggingafélaga sem eru með starfsemi hér á landi.

3. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. laganna:
     a.      5. tölul. 2. mgr. orðast svo: Greinaflokkar vátrygginga eða vátryggingagreinar sem sótt er um leyfi fyrir, sbr. 20.–22. gr., eftir því sem við á.
     b.      Við 2. mgr. bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Aðrar viðeigandi upplýsingar sem Fjármálaeftirlitið ákveður.
     c.      Á undan orðunum „umsókn um starfsleyfi í endurtryggingum“ í 3. mgr. kemur: umsókn um starfsleyfi í frumtryggingum.

4. gr.

    Tilvísunin „sbr. ákvæði 18. gr.“ í 1. mgr. 23. gr. laganna fellur brott.

5. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 1. málsl. 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 34. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „ Slík færsla er aðeins heimil ef“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: eftirlitsstjórnvald í.
     b.      Á eftir 1. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Fjármálaeftirlitið skal einnig, ef við á, leita eftir samþykki eftirlitsstjórnvalds í því aðildarríki þar sem vátryggingarsamningar innan vátryggingastofnsins voru gerðir. Eftirlitsstjórnvaldið hefur þrjá mánuði til að gefa álit sitt.
     c.      2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Komi ekki svar frá viðkomandi eftirlitsstjórnvaldi skal litið svo á að það sé samþykkt yfirfærslunni.
     d.      Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Vátryggingartökum er heimilt að segja upp vátryggingarsamningum sem eru hluti af yfirfærðum stofni frá þeim degi þegar flutningur stofnsins á sér stað enda tilkynni þeir vátryggingafélagi um uppsögn sína skriflega innan mánaðar frá flutningsdegi.
     e.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Vátryggingafélag með höfuðstöðvar hér á landi getur móttekið vátryggingastofn annars félags. Slík yfirfærsla er einungis heimil ef Fjármálaeftirlitið staðfestir að tilskildum kröfum um gjaldþol sé fullnægt að lokinni yfirtöku stofnsins. Ef Fjármálaeftirlitinu berst tilkynning frá eftirlitsstjórnvaldi í öðru aðildarríki um yfirfærslu vátryggingastofns til vátryggingafélags með höfuðstöðvar hér á landi skal það veita eftirlitsstjórnvaldinu álit sitt innan þriggja mánaða frá því að beiðni um yfirfærslu barst. Móttökufélagið skal senda Fjármálaeftirlitinu allar upplýsingar sem eru nauðsynlegar vegna yfirfærslunnar að mati Fjármálaeftirlitsins.

7. gr.

    Í stað orðsins „forstjóri“ í 2. málsl. 1. mgr. 36. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóri.

8. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 40. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „eru tengdir stjórnarmönnum persónulega eða fjárhagslega“ í lok 3. mgr. kemur: teljast í samstarfi við stjórnarmann.
     b.      Í stað orðanna „fyrirtækja sem þeir eru í fyrirsvari fyrir“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: aðila sem þeir teljast í samstarfi við.
     c.      Í stað orðsins „Forstjóri“ í 5. mgr. og orðsins „forstjóri“ í 7. og 8. mgr. kemur: Framkvæmdastjóri; og: framkvæmdastjóri.
     d.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri.

9. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Vátryggingafélag skal tryggja að stjórnarmenn þess, framkvæmdastjóri og þeir sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum félagsins hafi gott orðspor ásamt þekkingu, hæfni og reynslu til að geta sinnt starfinu á tilhlýðilegan hátt.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                  Vátryggingafélag skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og breytingar á skipan stjórnar, framkvæmdastjóra og þeirra sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum félagsins. Framkvæmdastjóri, stjórnarmenn og þeir sem bera ábyrgð á lykilstarfssviðum þurfa á hverjum tíma að uppfylla hæfisskilyrði þessarar greinar ásamt 40. og 42. gr. og reglna settra skv. 5. mgr.
     c.      Í stað orðsins „forstjóra“ í 3. mgr. og orðsins „forstjóri“ í 4. og 6. mgr. kemur: framkvæmdastjóra; og: framkvæmdastjóri.
     d.      5. mgr. orðast svo:
                  Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, þar á meðal um hvað felst í fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og um hvernig staðið skuli að hæfismati.
     e.      7. mgr. orðast svo:
                  Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri skulu vera fjárhagslega sjálfstæðir og hafa þekkingu, hæfni og reynslu sem nýtist í starfinu, m.a. þekkingu á þeirri starfsemi sem vátryggingafélagið stundar. Starfsmönnum vátryggingafélags er ekki heimilt að sitja í stjórn viðkomandi vátryggingafélags.

10. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „það“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: hann.
     b.      Orðin „tilkynna Fjármálaeftirlitinu um starfið sem hann hyggst taka að sér og upplýsa Fjármálaeftirlitið um eðli starfsins og umfang þess“ í 3. málsl. 1. mgr. falla brott.
     c.      Í stað orðanna „vátryggingafélags eða fjármálafyrirtækis eða fjármálasamsteypu“ í 2. mgr. kemur: eftirlitsskylds aðila eða félags í nánum tengslum við hann.
     d.      Í stað orðsins „félag“ tvívegis í 2. mgr. kemur: lögaðila.

11. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 2. málsl. 43. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

12. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 3. mgr. 44. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

13. gr.

    Við 2. málsl. 2. mgr. 46. gr. laganna bætist: ásamt því að greina og meta hlítingaráhættu.

14. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 2. mgr. 50. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

15. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 2. málsl. 3. mgr. 51. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

16. gr.

    Við 58. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Atkvæðisréttur skal ákvarðaður til samræmis við III. kafla laga um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu. Ekki skal telja með hlutafé eða atkvæðisrétt sem verðbréfafyrirtæki eða lánastofnun á vegna sölutryggingar í tengslum við útgáfu fjármálagerninga og/eða útboð fjármálagerninga skv. 6. tölul. 1. mgr. 1. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, enda séu þessi réttindi ekki nýtt eða notuð á annan hátt til að hlutast til um stjórn útgefanda fjármálagerninganna og þeim ráðstafað innan árs frá öflun.

17. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 1. málsl. 3. mgr. 60. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

18. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 101. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðunum „mótaðilaáhættu skv. 100. gr.“ kemur: heilsutryggingaráhættu skv. 100. gr.
     b.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Staðalfrávik fyrir iðgjalda- og sjóðsáhættu í tengslum við tilgreindar, landsbundnar ráðstafanir löggjafans sem heimila að greiðslum krafna vegna heilsutryggingaráhættu sé skipt milli vátrygginga- og endurtryggingafélaga.

19. gr.

    Við 1. mgr. 103. gr. laganna bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Málsmeðferðarreglur sem fylgja skal við beitingu á umbreytingarráðstöfuninni fyrir undireiningu hlutabréfaáhættu sem byggist á líftíma.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 112. gr. laganna:
     a.      3. tölul. orðast svo: Ekki vera lægra en jafnvirði 3,7 milljóna evra í íslenskum krónum hjá skaðatryggingafélagi með starfsleyfi í greinaflokkum skv. 10.–15. tölul. 1. mgr. 20. gr.
     b.      4. tölul. orðast svo: Ekki vera lægra en jafnvirði 2,5 milljóna evra í íslenskum krónum hjá skaðatryggingafélagi með starfsleyfi í greinaflokkum skv. 1. mgr. 20. gr., öðrum en greinaflokkum skv. 10.–15. tölul.

21. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 122. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „og það“ kemur: eða það.
     b.      Í stað orðanna „og reglugerðir“ kemur: reglugerðir eða reglur.

22. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 127. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „lögum þessum“ í 1. og 2. mgr. kemur: þeim lögum sem um starfsemina gilda.
     b.      Í stað orðanna „og ítrekað“ í 4. mgr. kemur: eða ítrekað.

23. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 149. gr. laganna:
     a.      Á eftir 6. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
             Með fyrirvara um 5. mgr. skulu áhrif endurskipulagningar fjárhags vátryggingafélags á réttindi og skyldur aðila að skipulegum verðbréfamarkaði ráðast af lögum þess ríkis sem um markaðinn gilda.
     b.      Í stað tilvísunarinnar „5. og 6. mgr.“ í 7. mgr. kemur: 5.–7. mgr.

24. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 161. gr. laganna:
     a.      Á eftir 4. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
             Með fyrirvara um 3. mgr. skulu áhrif upphafs slita- eða gjaldþrotaskiptameðferðar á vátryggingafélagi eða búi þess á réttindi og skyldur aðila að skipulegum verðbréfamarkaði ráðast af lögum þess ríkis sem um markaðinn gilda.
     b.      Í stað tilvísunarinnar „3. og 4. mgr.“ í 5. mgr. kemur: 3.–5. mgr.

25. gr.

    Í stað orðsins „forstjóra“ í 13. og 15. tölul. 1. mgr. 165. gr. laganna kemur: framkvæmdastjóra.

II. KAFLI

Breyting á lögum um dreifingu vátrygginga, nr. 62/2019.

26. gr.

    Í stað orðanna „eins eða fleiri vátryggingafélaga og á ábyrgð þeirra“ í 15. tölul. 3. gr. laganna kemur: vátryggingafélags og á ábyrgð þess.

27. gr.

    Í stað orðsins „miðla“ í 5. tölul. 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: dreifa.

28. gr.

    Í stað orðanna „Vátryggingamiðlari skal“ í 3. og 4. mgr. kemur: Vátryggingamiðlari og aðili sem dreifir vátryggingu sem aukaafurð skulu; og í stað orðanna „hann hefur“ tvívegis í 4. mgr. 12. gr. laganna kemur: þeir hafa.

29. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „Vátryggingamiðlari má“ í 1. mgr. kemur: Vátryggingamiðlari og aðili sem dreifir vátryggingu sem aukaafurð mega.
     b.      Á eftir orðinu „vátryggingamiðlara“ í 1. og 2. málsl. 2. mgr. kemur: og aðila sem dreifir vátryggingu sem aukaafurð.

30. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Við 3. mgr. bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                  9.      Ef um lögaðila er að ræða, upplýsingar um hluthafa, hvort sem það eru einstaklingar eða lögaðilar, sem eiga meira en 10% eignarhlut í starfseminni, og hve stór eignarhluturinn er.
                  10.      Upplýsingar um náin tengsl við aðra starfsemi eða einstaklinga.
     b.      1. málsl. 4. mgr. orðast svo: Vátryggingamiðlarar, vátryggingaumboðsmenn og aðilar sem dreifa vátryggingu sem aukaafurð skulu tilkynna Fjármálaeftirlitinu um allar breytingar á skráningu eins fljótt og unnt er og eigi síðar en mánuði eftir að þær hafa tekið gildi.

31. gr.

    Í stað orðsins „miðla“ í 1. málsl. 1. mgr. 19. gr. laganna kemur: dreifa.

32. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 22. gr. laganna:
     a.      A-liður 1. mgr. orðast svo: skulu vera fjárhagslega sjálfstæðir, hafa þekkingu, hæfni og reynslu til að geta sinnt starfi sínu á tilhlýðilegan hátt.
     b.      C-liður 1. mgr. orðast svo: skulu vera lögráða og mega ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota.
     c.      D-liður 1. mgr. orðast svo: mega ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
     d.      E-liður 1. mgr. fellur brott.
     e.      2. mgr. fellur brott.
     f.      3. mgr. orðast svo:
             Vátryggingamiðlari skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um skipan og síðari breytingar á stjórn og framkvæmdastjóra.
     g.      4. mgr. orðast svo:
                  Stjórnarmaður og framkvæmdastjóri vátryggingamiðlara og einstaklingur með starfsleyfi sem vátryggingamiðlari þurfa á hverjum tíma að uppfylla hæfisskilyrði þessarar greinar og 25. gr. og reglna settra skv. 5. mgr. Fjármálaeftirlitið getur á hverjum tíma tekið hæfi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra vátryggingamiðlara og einstaklings með starfsleyfi sem vátryggingamiðlari til sérstakrar skoðunar.
     h.      5. mgr. orðast svo:
                  Seðlabanki Íslands
setur nánari reglur um hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, þar á meðal um hvað felst í fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og um hvernig staðið skuli að hæfismati.


33. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 23. gr. laganna:
     a.      A-liður 1. mgr. orðast svo: skal vera lögráða og má ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaður gjaldþrota.
     b.      B-liður 1. mgr. orðast svo: skal hafa gott orðspor.
     c.      C-liður 1. mgr. orðast svo: má ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
     d.      2. mgr. orðast svo:
                  Vátryggingasölumaður skal hafa næga þekkingu á þeim afurðum sem hann dreifir.
     e.      Í stað orðanna „hafi nægt hæfi og hæfni til starfans“ í 4. mgr. kemur: uppfylli hæfis- og hæfniskilyrði þessarar greinar.

34. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
     a.      A-liður 1. mgr. orðast svo: skal vera lögráða og má ekki á síðustu fimm árum hafa verið úrskurðaður gjaldþrota.
     b.      B-liður 1. mgr. orðast svo: skal hafa gott orðspor.
     c.      C-liður 1. mgr. orðast svo: má ekki í tengslum við atvinnurekstur hafa hlotið dóm á síðustu tíu árum fyrir refsiverðan verknað samkvæmt almennum hegningarlögum, samkeppnislögum, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum um gjaldeyrismál, svo og sérlögum sem gilda um aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi.
     d.      Í stað orðsins „selur“ í 2. mgr. kemur: dreifir.
     e.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Vátryggingafélög skulu tryggja að aðilar sem dreifa vátryggingum sem aukaafurð uppfylli hæfis- og hæfniskilyrði þessarar greinar.

35. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
     a.      B-liður 1. mgr. orðast svo: lögum þessum, lögum um vátryggingarsamninga, lögum á sviði neytendamála, lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og viðeigandi skattalöggjöf ásamt félagsmála- og vinnulöggjöf.
     b.      G-liður 1. mgr. orðast svo: eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.
     c.      1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Aðilar sem dreifa persónutryggingum skv. 2. mgr. 20. gr. og 21. gr. laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, skulu hafa þekkingu á lögum þessum, lögum um vátryggingarsamninga, lögum á sviði neytendamála, lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og eftir atvikum skatta- og vinnulöggjöf ásamt stýringu á hagsmunaárekstrum.
     d.      F-liður 2. mgr. orðast svo: eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.
     e.      F-liður 3. mgr. orðast svo: lögum þessum, lögum um vátryggingarsamninga, lögum á sviði neytendamála, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og viðeigandi skattalöggjöf.
     f.      J-liður 3. mgr. orðast svo: eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.
     g.      K-liður 3. mgr. orðast svo: fjármálum.

36. gr.

    Í stað orðanna „lögum þessum“ í f-lið 1. mgr. 34. gr. laganna kemur: lögum sem um starfsemina gilda.

37. gr.

    1. mgr. 36. gr. laganna orðast svo:
    Hyggist vátryggingamiðlari hætta starfsemi eða standi hann ekki lengur fyrir sjálfstæðri starfsemi skal hann skila inn starfsleyfi sínu.

38. gr.

    Á eftir orðinu „endurskoðaðan“ í 1. málsl. 1. mgr. 37. gr. laganna kemur: eða kannaðan.

39. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanns eða aðila sem dreifir vátryggingu sem aukaafurð“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: dreifingaraðila.
     b.      Í stað orðsins „og“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: eða.
     c.      Í stað orðanna „vátryggingamiðlara, vátryggingaumboðsmanns eða aðila sem dreifir vátryggingu“ í 2. mgr. kemur: dreifingaraðila.

40. gr.

    Í stað orðsins „miðla“ í 1. og 5. tölul. 1. mgr. 48. gr. laganna kemur: dreifa.

III. KAFLI

Breyting á lögum um vátryggingarsamninga, nr. 30/2004.

41. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      Orðin „eða 21.“ í a-lið 21. tölul. falla brott.
     b.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Viðskiptavinur: Aðili sem fær þjónustu skv. 4. tölul.

42. gr.

    Á eftir 3. gr. laganna kemur ný grein, 3. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Lögfesting.

    Ákvæði eftirfarandi reglugerða, eins og þær voru teknar upp í EES-samninginn, skulu hafa lagagildi hér á landi með þeim aðlögunum sem leiðir af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 304/2019 frá 13. desember 2019, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 14 frá 5. mars 2020, bls. 58, sbr. einnig bókun 1 um altæka aðlögun við EES-samninginn, sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, þar sem bókunin er lögfest:
     1.      Framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2358 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/97 að því er varðar kröfur um eftirlit og stýringu afurða fyrir vátryggingafélög og dreifingaraðila vátrygginga, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 18. mars 2021, bls. 1–7.
     2.      Framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/2359 um viðbætur við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/97 að því er varðar kröfur um upplýsingar og reglur um viðskiptahætti sem gilda um dreifingu vátryggingatengdra fjárfestingarafurða, sem er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 19 frá 18. mars 2021, bls. 8–18.

43. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 1. málsl. 1. og 2. mgr. kemur: viðskiptavini.
     b.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 3. mgr. kemur: viðskiptavinar.
     c.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 4. mgr. kemur: viðskiptavin.

44. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „veita vátryggingartaka“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: að lágmarki veita viðskiptavini.
     b.      Í stað orðanna „vátryggingafélagi sem vátryggir“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: viðkomandi vátryggingafélagi.
     c.      Á eftir orðinu „Hvort“ í 2. tölul. 1. mgr. kemur: viðkomandi.
     d.      Í stað orðsins „þarfagreiningar“ í a- og c-lið 3. tölul. 1. mgr. kemur: greiningar.
     e.      Í stað orðsins „vátryggingartaki“ í 2. og 4. mgr. kemur: viðskiptavinur.
     f.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 3. og 5. mgr. kemur: viðskiptavin.

45. gr.

    Í stað 6. gr. laganna koma fjórar nýjar greinar, 6. gr. og 6. gr. a – 6. gr. c, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:

    a. (6. gr.)

Þarfagreining.

    Áður en vátryggingarsamningur er gerður skal dreifingaraðili skilgreina kröfur og þarfir viðskiptavinar á grundvelli upplýsinga sem aflað er frá viðskiptavini og skal skilgreiningin taka mið af flækjustigi afurðarinnar og því hvernig viðskiptavin um ræðir.
    Dreifingaraðili skal veita viðskiptavini hlutlausar upplýsingar um mögulega vátryggingarsamninga í samræmi við þarfir hans og á því formi sem gerir honum kleift að taka upplýsta ákvörðun.
    Þarfagreining skal taka mið af eðli vátryggingarinnar sem mælt er með og þekkingu viðskiptavinar á vátryggingunni.

    b. (6. gr. a.)

Ráðgjöf.

    Ef ráðgjöf er veitt áður en vátryggingarsamningur er gerður skal dreifingaraðili veita viðskiptavini persónulega ráðleggingu og útskýra hvers vegna tiltekin vátrygging samræmist best þörfum hans.

    c. (6. gr. b.)

Ráðgjöf sem byggist á hlutlausri og persónulegri greiningu.

    Ef vátryggingamiðlari veitir ráðgjöf sem byggist á hlutlausri og persónulegri greiningu skal ráðgjöfin byggjast á greiningu á nægilegum fjölda vátrygginga sem í boði eru. Greiningin skal gera vátryggingamiðlara kleift að veita faglega og persónulega ráðleggingu um hvaða vátrygging samræmist best þörfum viðskiptavinar.

    d. (6. gr. c.)

Upplýsingagjöf á grundvelli þarfagreiningar og ráðgjafar.

    Dreifingaraðili skal veita viðskiptavini upplýsingar sem grundvallast á 6. gr., 6. gr. a og 6. gr. b á því formi sem gerir viðskiptavini kleift að taka upplýsta ákvörðun um vátryggingu. Upplýsingarnar skal veita áður en vátryggingarsamningur er gerður og án tillits til þess hvort vátryggingarsamningurinn er hluti af pakka skv. 9. gr.

46. gr.

    Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 1. mgr. 7. gr. laganna og sama orðs hvarvetna annars staðar í greininni kemur, í viðeigandi beygingarfalli og með eða án greinis: viðskiptavinur.

47. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 1. mgr. kemur: viðskiptavin.
     b.      Í stað orðsins „vátryggingartaki“ í 2. mgr. kemur: viðskiptavinur.

48. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „vátrygginga upplýsa vátryggingartaka“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: upplýsa viðskiptavin um.
     b.      Í stað orðsins „vátryggingartaki“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: viðskiptavinur.
     c.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 3. mgr. kemur: viðskiptavini.
     d.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 4. mgr. kemur: viðskiptavinar.

49. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „vátryggingartaki“ í 1., 2. og 3. mgr. kemur: viðskiptavinur.
     b.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í j-lið 1. mgr. og 3 mgr. kemur: viðskiptavinar.
     c.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: viðskiptavini.
     d.      Í stað orðsins „Vátryggingartaki“ í 2. málsl. 4. mgr. kemur: Viðskiptavinur.

50. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. c laganna:
     a.      Í stað orðanna „Þegar er“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: Þegar.
     b.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ tvívegis í 1. mgr. kemur: viðskiptavini.
     c.      Í stað orðsins „vátryggingartaka“ í e-lið 2. mgr. kemur: viðskiptavinar.

51. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 12. gr. e laganna:
     a.      Orðið „nýjar“ í 1. og 4. mgr. fellur brott.
     b.      1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Vöruþróunarferli skal fela í sér samþykktarferli, skilgreiningu á markhópi fyrir vátrygginguna og mat á áhættum sem skipta máli fyrir markhópinn.
     c.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Vöruþróunarferli skal endurskoða reglulega.
     d.      Á eftir orðunum „sé að meta“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: að lágmarki.
     e.      Á eftir orðinu „Dreifingaraðili“ í 5. mgr. kemur: sem veitir ráðgjöf skv. 6. gr. a eða 6. gr. b.
     f.      6. mgr. fellur brott.

52. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. b laganna:
     a.      Á eftir orðinu „verklag“ í 1. málsl. kemur: um að grípa til allra viðeigandi ráðstafana.
     b.      Í stað orðsins „neikvæð“ í 1. málsl. kemur: skaðleg.

53. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. c laganna:
     a.      Á eftir orðunum „geta orðið milli“ í 1. mgr. kemur: annars vegar.
     b.      Í stað orðanna „þeim, og“ í 1. mgr. kemur: þeim vegna yfirráða, og hins vegar.
     c.      Í stað orðanna „hagsmuni viðskiptavinar“ í 2. mgr. kemur: að komið sé í veg fyrir að hagsmunir viðskiptavinar skaðist.
     d.      Á eftir orðunum „varanlegum miðli“ í 3. mgr. kemur: taka mið af því hvernig viðskiptavin um ræðir.

54. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. d laganna:
     a.      Í stað tilvísunarinnar „5. og 6. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 5. gr., 6. gr., 6. gr. a og 6. gr. b.
     b.      A-liður 1. mgr. orðast svo: hvort hann muni fá reglulegt mat á hæfi í þeim tilvikum þegar ráðgjöf er veitt.
     c.      A-liður 4. mgr. orðast svo: dregur ekki úr gæðum þjónustunnar.

55. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. e laganna:
     a.      Í stað 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Þegar ráðgjöf er veitt skulu dreifingaraðilar, auk upplýsinga skv. 6. gr., fá nauðsynlegar upplýsingar um þekkingu og reynslu viðskiptavinar af fjárfestingum sem máli skipta vegna þeirrar vátryggingatengdu fjárfestingarafurðar sem um ræðir, fjárhagsstöðu hans, þ.m.t. getu til að þola tap, og fjárfestingarmarkmið, þ.m.t. áhættuþol.
                  Upplýsingar skv. 1. mgr. skulu gera dreifingaraðilum kleift að mæla með afurð sem hæfir viðkomandi, sér í lagi í samræmi við áhættuþol og getu viðskiptavinar til að þola tap.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                  Þegar veitt er fjárfestingarráðgjöf sem felur í sér að vátrygging er boðin með annarri vöru eða þjónustu skv. 9. gr. skal tryggt að heildarpakkinn hæfi viðskiptavininum.
     c.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Mat á hæfi.

56. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. f laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                  Þegar önnur þjónusta en ráðgjöf skv. 140. gr. e er veitt skulu dreifingaraðilar, auk upplýsinga skv. 6. gr., fá upplýsingar um þekkingu og reynslu viðskiptavinar af fjárfestingum sem máli skipta vegna þeirrar vátryggingatengdu fjárfestingarafurðar eða þjónustu sem um ræðir. Upplýsingar sem dreifingaraðilar afla skulu gera þeim kleift að meta hvort afurð er tilhlýðileg. Þegar vátrygging er boðin með annarri vöru eða þjónustu skv. 9. gr. skal meta hvort heildarpakkinn er tilhlýðilegur út frá þörfum viðskiptavinar.
     b.      2. mgr. orðast svo:
                  Dreifingaraðili skal vara viðskiptavin við ef hann telur afurð ekki vera tilhlýðilega. Heimilt er að veita slíka viðvörun á stöðluðu formi.
     c.      3. mgr. orðast svo:
                  Dreifingaraðili skal vara viðskiptavin við því að ekki sé hægt að meta tilhlýðileika afurðarinnar ef viðskiptavinur veitir ekki upplýsingar skv. 1. mgr. eða ófullnægjandi upplýsingar um þekkingu og reynslu. Heimilt er að veita slíka viðvörun á stöðluðu formi.
     d.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Mat á tilhlýðileika.

57. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 140. gr. g laganna:
     a.      Í stað orðanna „veita viðskiptavini samanteknar upplýsingar“ í 3. mgr. kemur: afhenda viðskiptavini yfirlýsingu um mat á hæfi.
     b.      Í stað orðanna „veita upplýsingar fyrir samningsgerð má veita samanteknu upplýsingarnar“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: afhenda yfirlýsinguna fyrir samningsgerð má afhenda hana.
     c.      Í stað orðsins „upplýsingarnar“ í b-lið 4. mgr. kemur: yfirlýsinguna afhenta.
     d.      Í stað orðanna „þarfagreining er gerð“ í 5. mgr. kemur: mat á hæfi er framkvæmt.
     e.      Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Endurskoðað mat á hæfi skal tilgreina uppfærða yfirlýsingu um mat á hæfi vátryggingatengdu fjárfestingarafurðarinnar með hliðsjón af kröfum og markmiðum viðskiptavinarins.

58. gr.

    140. gr. h laganna fellur brott.

59. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 145. gr. b laganna:
     a.      Á eftir 3. tölul. koma tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
                  4.      6. gr. a um ráðgjöf.
                  5.      6. gr. b um ráðgjöf sem byggist á hlutlausri og persónulegri greiningu.
     b.      Við 8. tölul. bætist: sbr. 4. mgr. 3. gr. og 4.–12. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2358, sbr. 3. gr. a.
     c.      Við 9. tölul. bætist: sbr. 4. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2359, sbr. 3. gr. a.
     d.      Við 10. tölul. bætist: sbr. 3. gr. og 5.–8. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2359, sbr. 3. gr. a.
     e.      12. tölul. orðast svo: 140. gr. e um mat á hæfi, sbr. 9.–14. gr. og 17. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2359, sbr. 3. gr. a.
     f.      13. tölul. orðast svo: 140. gr. f um mat á tilhlýðileika, sbr. 15. og 17. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2359, sbr. 3. gr. a.
     g.      Við 14. tölul. bætist: sbr. 18. og 19. gr. reglugerðar (ESB) 2017/2359, sbr. 3. gr. a.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum, nr. 61/2017.

60. gr.

    1. tölul. 2. gr. laganna orðast svo: Eftirlitsskyldur aðili: Lánastofnun, vátryggingafélag, verðbréfafyrirtæki, rekstrarfélag verðbréfasjóða eða rekstraraðili sérhæfðra sjóða.


61. gr.

    Við 2. mgr. 23. gr. laganna bætist nýr stafliður, svohljóðandi: fyrirkomulag sem ætlað er að stuðla að og þróa, ef nauðsyn krefur, fullnægjandi ráðstafanir vegna endurreisnar og skilameðferðar, þ.m.t. um endurbóta- og skilaáætlanir; slíkt fyrirkomulag skal uppfæra reglulega.

62. gr.

    Við 27. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Fjármálaeftirlitið skal eiga samstarf við sameiginlega nefnd evrópsku eftirlitsstofnananna vegna framkvæmdar laga þessara. Fjármálaeftirlitið skal án tafar veita sameiginlegu nefndinni þær upplýsingar sem hún telur nauðsynlegar til að geta framfylgt skyldum sínum skv. 35. gr. reglugerða (ESB) nr. 1093/2010, nr. 1094/2010 og nr. 1095/2010, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Ef Fjármálaeftirlitið er eftirlitsstjórnvald samsteypu skal það veita sameiginlegu nefndinni mikilvægar upplýsingar skv. 2. mgr.

63. gr.

    Á eftir 2. mgr. 31. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Sérhvert eftirlitsstjórnvald, þ.m.t. Fjármálaeftirlitið sé það ekki eftirlitsstjórnvald samsteypu, getur vísað ákvörðun eftirlitsstjórnvalds samsteypu sem tekin er í samræmi við 1. mgr. til evrópsku eftirlitsstofnananna eða Eftirlitsstofnunar EFTA í samræmi við 19. gr. reglugerða (ESB) nr. 1093/2010, nr. 1094/2010 og nr. 1095/2010, eftir því sem við á, sbr. lög um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði.

V. KAFLI

Breyting á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

64. gr.

    1. málsl. 5. mgr. 52. gr. laganna orðast svo: Seðlabanki Íslands setur nánari reglur um hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, þar á meðal um hvað felst í fullnægjandi þekkingu, hæfni og reynslu, góðu orðspori og fjárhagslegu sjálfstæði, og um hvernig staðið skuli að hæfismati.

65. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.