Ferill 699. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1715  —  699. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um verðbréfasjóði.

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (ÓBK, JSV, BN, RBB, BHar, ÓGunn, SMc, ÞórP).


     1.      Í stað orðsins „verðbréfaviðskipti“ í 4. tölul. 1. mgr. 3. gr., þrívegis í 3. mgr. 5. gr., 4. mgr. 39. gr., 3. mgr. 45. gr. og 1. mgr. 46. gr. komi: markaði fyrir fjármálagerninga.
     2.      Orðin „eða er með starfsleyfi“ í b-lið 19. tölul. 1. mgr. 3. gr. falli brott.
     3.      Í stað orðsins „verðbréfamarkaði“ í 25. tölul. 1. mgr. 3. gr., 2. málsl. 2. mgr. 21. gr., c-lið 1. tölul. og 1. málsl. 5. tölul. 2. mgr. 64. gr. komi: markaði.
     4.      Í stað orðanna „staðist próf í verðbréfaviðskiptum samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki“ í 2. mgr. 11. gr. komi: verðbréfaréttindi samkvæmt lögum um markaði fyrir fjármálagerninga.
     5.      5. tölul. 1. mgr. 14. gr. orðist svo: Rekstrarfélag hefur starfsheimildir skv. 3. mgr. 5. gr. en fullnægir ekki kröfu um áhættugrunn skv. 84. gr. e laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
     6.      Við 15. gr.
                  a.      Í stað orðanna „með rafrænni gagnavinnslu“ í 2. tölul. 3. mgr. komi: vegna rafrænnar gagnavinnslu.
                  b.      1. málsl. 4. mgr. orðist svo: Rekstrarfélag skal setja reglur um eigin viðskipti stjórnar sinnar og starfsmanna með fjármálagerninga.
     7.      Í stað orðsins „verðbréfamarkaðar“ í 2. málsl. 2. mgr. 21. gr. komi: markaðar.
     8.      Við 54. gr.
                  a.      Í stað orðsins „árshlutauppgjörum“ í 2. mgr. komi: árshlutareikningum.
                  b.      Í stað orðsins „Árshlutauppgjör“ í 4. mgr. komi: Árshlutareikningur.
     9.      Í stað orðsins „árshlutauppgjör“ í 5. mgr. 59. gr. komi: árshlutareikning.
     10.      Við 64. gr.
                  a.      Í stað orðanna „skipulegum verðbréfamarkaði samkvæmt skilgreiningu laga um kauphallir“ í a-lið 1. tölul. 2. mgr. komi: skipulegum markaði í skilningi laga um markaði fyrir fjármálagerninga.
                  b.      Í stað orðsins „verðbréfamarkað“ í 2. tölul. 2. mgr. komi: markað.
                  c.      Í stað orðsins „árshlutauppgjör“ í c-lið 3. tölul. 2. mgr. komi: árshlutareikningur.
     11.      Í stað orðsins „verðbréfamarkaða“ í 6. og 7. tölul. 2. mgr. 64. gr., 1. mgr. 66. gr. og 2. og 3. mgr. og c-lið 4. mgr. 67. gr. komi: markaða.
     12.      Við 67. gr.
                  a.      Í stað „1. tölul.“ í b-lið 2. mgr. komi: a-lið.
                  b.      Í stað orðanna „sveitarfélög þeirra“ í 5. mgr. komi: sveitarfélög aðildarríkja.
                  c.      Í stað „1. tölul.“ í 5., 6. og 9. mgr. komi: a-lið.
     13.      Í stað orðanna „sveitarfélög þeirra“ í 3. mgr. 72. gr. komi: sveitarfélög aðildarríkja.
     14.      Við 78. gr.
                  a.      Í stað „1., 6. og 7. tölul.“ í b-lið 1. mgr. komi: a-, f- og g-lið.
                  b.      Í stað „78. gr.“ í 4. mgr. komi: þessarar greinar.
     15.      Við 79. gr.
                  a.      Orðin „ef við á“ í 3. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað „79.–82. gr.“ í a-lið 6. mgr. komi: þessarar greinar og 80.–82. gr.
     16.      Við 95. gr.
                  a.      Í stað orðanna „hvort árangur fylgisjóðs og höfuðsjóðs sé samsvarandi“ í b-lið 1. mgr. komi: hvort árangur fylgisjóðs sé samsvarandi árangri höfuðsjóðs.
                  b.      Í stað orðanna „fjárfesting inn í höfuðsjóð“ í g-lið 1. mgr. komi: fjárfesting í höfuðsjóði.
                  c.      Orðið „skjölum“ í 4. mgr. falli brott.
     17.      Við 100. gr.
                  a.      Í stað orðsins „staðfestingu“ í 5. mgr. komi: yfirlýsingu.
                  b.      Í stað orðanna „gögnin og þýðingar á þeim séu uppfærð“ í 8. mgr. komi: gögnin séu uppfærð og þýðingar á þeim.
                  c.      Í stað orðsins „Einnig“ í 2. málsl. 10. mgr. komi: Jafnframt er ráðherra heimilt að setja reglugerð.
     18.      Í stað „2. og 3. tölul.“ í d-lið 2. mgr. 102. gr. og d-lið 2. mgr. 104. gr. komi: b- og c-lið.
     19.      Við 103. gr.
                  a.      Í stað orðanna „Erlendum verðbréfasjóði“ í 1. mgr. komi: Verðbréfasjóði.
                  b.      Í stað orðanna „svissneskra og færeyskra verðbréfasjóða“ í 2. mgr. komi: svissneskra og færeyskra sjóða um sameiginlega fjárfestingu.
     20.      Í stað orðanna „Erlendur verðbréfasjóður“ í 1. mgr. 104. gr. komi: Verðbréfasjóður.
     21.      Við 105. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „Rekstrarfélag“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: með staðfestu hér á landi.
                  b.      1. málsl. 3. mgr. orðist svo: Fjármálaeftirlitið skal innan 30 daga frá móttöku fullnægjandi tilkynningar skv. 1. mgr. og 60 daga frá móttöku fullnægjandi tilkynningar skv. 2. mgr. framsenda tilkynninguna til lögbærs yfirvalds í gistiríki rekstrarfélags.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Starfsemi rekstrarfélags með staðfestu hér á landi í öðrum ríkjum innan EES.
     22.      Fyrirsögn 106. gr. orðist svo: Starfsemi rekstrarfélags hér á landi sem er með staðfestu í öðru ríki innan EES.
     23.      Við 109. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „símtöl eða“ í 2. og 3. tölul. 3. mgr. komi: önnur.
                  b.      Í stað orðanna „Sakborningur“ í 3. málsl. og „sakborningur“ í 4. málsl. 4. mgr. komi: Gerðarþoli; og: gerðarþoli.
     24.      Fyrirsögn 110. gr. orðist svo: Eftirlit með rekstrarfélagi sem starfar hér á landi en er með staðfestu í öðru ríki innan EES.
     25.      Fyrirsögn 111. gr. orðist svo: Eftirlit með verðbréfasjóði sem er markaðssettur hér á landi en með staðfestu og staðfestingu í öðru ríki innan EES.
     26.      Í stað „7. mgr.“ í f-lið 1. mgr. 120. gr. komi: 5. mgr.
     27.      Við 132. gr.
                  a.      Í stað orðanna „úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki“ í 1. mgr. komi: úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
                  b.      2. mgr. falli brott.
                  c.      Fyrirsögn greinarinnar orðist svo: Úrskurðaraðilar.
     28.      Í stað „1. júní“ í 1. mgr. 136. gr. komi: 1. september.
     29.      Við 137. gr.
                  a.      Inngangsmálsliður l-liðar 1. tölul. orðist svo: Við 7. mgr. 29. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi.
                  b.      Í stað b- og c-liðar v-liðar 1. tölul. komi einn nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað 4. og 5. tölul. kemur einn nýr töluliður, svohljóðandi: hafi staðfesting fengist á grundvelli rangra upplýsinga eða á annan óeðlilegan hátt.
                  c.      Í stað orðsins „verðbréfamarkaði“ í b-lið y-liðar 1. tölul. komi: markaði.
                  d.      Á eftir z-lið 1. tölul. koma tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
                      aa.      1. mgr. 95. gr. laganna orðast svo:
                                 Sérhæfðum sjóði fyrir almenna fjárfesta er óheimilt að veita lán eða ganga í ábyrgð fyrir aðra, sbr. þó 89. og 92. gr. Þó er heimilt að beita fjárfestingaraðferðum sem snúa að framseljanlegum verðbréfum og peningamarkaðsgerningum í þeim tilgangi að ná fram skilvirkri stýringu eigna sjóðsins. Feli fjárfestingaraðferðin í sér afleiðu skulu önnur ákvæði laga þessara sem snúa að notkun afleiðna gilda um afleiðuna. Fjárfestingaraðferðir skv. 2. og 3. málsl. skulu ávallt vera í samræmi við fjárfestingarstefnu og markmið sjóðsins.
                      bb.      Í stað „1. og 2. mgr. 19. gr.“ í 3. tölul. 1. mgr. 97. gr. laganna komi: 1. og 3. mgr. 19. gr.
                  e.      Á undan a-lið cc-liðar 1. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað „4.–6. mgr.“ í 3. tölul. 1. mgr. komi: 4.–7. mgr.
                  f.      Á eftir dd-lið 1. tölul. komi nýr stafliður, svohljóðandi: Eftirfarandi breytingar verða á 114. gr. laganna:
                      a.      Í stað orðanna „úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki“ í 1. mgr. kemur: úrskurðaraðila samkvæmt lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála.
                      b.      2. mgr. fellur brott.
                      c.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Úrskurðaraðilar.
                  g.      I-liður 2. tölul. orðist svo: 1. málsl. 3. mgr. 84. gr. e laganna orðast svo: Áhættugrunnur verðbréfafyrirtækis sem ekki hefur starfsheimildir skv. c- og f-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. og verðbréfafyrirtækis sem ber takmarkaðar starfsskyldur og hefur starfsheimildir skv. b- og d-lið 1. tölul. 1. mgr. 25. gr. skal reiknaður sem sú fjárhæð sem hærri er samkvæmt eftirfarandi tveimur stafliðum:
                  h.      Í stað „1. mgr. 4. gr.“ í k-lið 2. tölul. komi: skv. 5. tölul.
                  i.      Í stað „II. kafla“ í a- og b-lið 4. tölul. komi: 12. gr.
                  j.      Við bætast tveir nýir nýr töluliðir, svohljóðandi:
                      9.      Lög um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu, nr. 20/2021: Í stað „44. gr.“ í 2. mgr. 27. gr. laganna kemur: 103. gr.
                      10.      Lög um lykilupplýsingaskjöl vegna tiltekinna fjárfestingarafurða fyrir almenna fjárfesta: Á eftir 1. mgr. 18. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
                             Þrátt fyrir 1. mgr. skulu rekstrarfélög verðbréfasjóða og rekstraraðilar sérhæfðra sjóða fyrir almenna fjárfesta skv. X. kafla laga nr. 45/2020 og aðilar sem veita ráðgjöf um eða selja hluti og/eða hlutdeildarskírteini verðbréfasjóðs eða sérhæfðs sjóðs fyrir almenna fjárfesta skv. X. kafla laga nr. 45/2020 vera undanþegin gildissviði laganna til 31. desember 2021.