Ferill 870. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1803  —  870. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um hið íslenska ákvæði Kyoto-bókunarinnar.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Hver voru réttindin sem tengdust hinu svokallaða íslenska ákvæði Kyoto-bókunarinnar?
     2.      Hvert er magn losunareininga sem ákvæðið tryggði umfram það sem hefði verið án tilkomu þess? Hvað heita þær einingar? Og hvert var magn þeirra við árslok hvert ár frá innleiðingu og þar til hið íslenska ákvæði féll niður?
     3.      Hvert er markaðsverð þeirra eininga í lok hvers árs frá upphafi gildistöku til 2020?
     4.      Hver væru heildarverðmæti þessara eininga í lok hvers árs, frá upphafi til loka árs 2020, hefði ákvæðinu verið viðhaldið?


Skriflegt svar óskast.