Ferill 634. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1838  —  634. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur um verkefni á flugvöllum árin 2019 og 2020.


     1.      Hver er staða verkefna sem áætlað var að vinna á flugvöllum á árinu 2019 samkvæmt samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og á árinu 2020 samkvæmt samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024?
    Í eftirfarandi töflu er að finna framlög áranna 2019 og 2020 til þeirra viðfangsefna sem tilgreind eru á árinu 2019 í samgönguáætlun fyrir árin 2019–2023 og á árinu 2020 í samgönguáætlun fyrir árin 2020–2024. Framlögin eru í samræmi við samgönguáætlun. Til samanburðar er bókfærður kostnaður á hvert viðfangsefni, auk stutts texta um framgang og stöðu viðkomandi liðar. Viðfangsefnin eru sundurliðuð á sama hátt og gert er í töflu 4 og 5 í samgönguáætlun.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



     2.      Hver var áætlaður kostnaður og hver er endanlegur kostnaður við hvert og eitt verkefni? Verkefni óskast sundurliðuð á sama hátt og gert er í töflu 4 og 5 í samgönguáætlun.
    Liðir í töflu 5 eru safnliðir margra verkefna og í sumum tilfellum viðgerða sem þarf stöðug framlög í, svo sem holuviðgerðir í yfirlögnum sem er hluti af liðnum „Yfirborðsviðhald flugbrauta og hlaða“.
    Samanburður á áætluðum kostnaði og endanlegum kostnaði eins og viðfangsefni eru sundurliðuð í samgönguáætlun gefa því takmarkaða mynd og þarf að draga einstök verkefni út úr safnliðunum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Í töflu 4 yfir stofnframkvæmdir er hins vegar hver lína eitt verkefni. Af þeim er aðeins uppsetningu ILS-búnaðarins á Akureyri og malbikun bílastæða á Ísafirði lokið og því liggur ekki endanlegur kostnaður annarra verkefna fyrir. Kostnaðaráætlun og endanlegan kostnað þessara tveggja verkefna auk nokkurra annarra sem dregin hafa verið út úr safnliðunum má sjá í eftirfarandi töflu auk bókfærðs kostnaðar á árunum 2019 og 2020.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.