Ferill 834. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1893  —  834. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kostnað við ferðir ráðherra innan lands.


     1.      Hver var kostnaður vegna ráðherrabílstjóra, þ.e. laun, launatengd gjöld og annar kostnaður, á árunum 2017–2019?
    1. apríl 2018 færðist rekstur bílstjóra og bifreiða til Umbru, rekstrarfélags Stjórnarráðsins, og eru upplýsingar um kostnað frá þeim tíma úr bókhaldi Umbru.

2017 2018 2019
Laun, launatengd gjöld og annar kostnaður 12.149.149 16.036.486 18.862.315

     2.      Hver var rekstrarkostnaður ráðherrabíls á árunum 2017–2019? Ef bílar voru fleiri en einn óskast svar sundurliðað.

2017 2018 2019
Rekstrarkostnaður bifreiðar 2.036.380 2.642.506 3.483.439

     3.      Hver var gistikostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?

2017 2018 2019
Gistikostnaður 83.240 64.678 31.666

     4.      Hverjar voru dagpeningagreiðslur vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017– 2019?
    Ráðuneytið greiðir ekki dagpeninga vegna ferða innan lands.

     5.      Hver var annar kostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?

2017 2018 2019
Flug 337.595 251.695 520.723