Ferill 836. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1911  —  836. mál.




Svar


utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um kostnað við ferðir ráðherra innan lands.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver var kostnaður vegna ráðherrabílstjóra, þ.e. laun, launatengd gjöld og annar kostnaður, á árunum 2017–2019?
     2.      Hver var rekstrarkostnaður ráðherrabíls á árunum 2017–2019? Ef bílar voru fleiri en einn óskast svar sundurliðað.
     3.      Hver var gistikostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
     4.      Hverjar voru dagpeningagreiðslur vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017– 2019?
     5.      Hver var annar kostnaður vegna ferða ráðherra innan lands á árunum 2017–2019?
    Svar óskast sundurliðað eftir árum.


     1.–2. tölul. Í svari við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um ráðherrabíla og bílstjóra á 148. löggjafarþingi (þskj. 715, 275. mál) er sýndur rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar og kostnaður vegna bílstjóra árið 2017. Eftirgreindar tölur byggjast á sömu gögnum og eru afskriftir ekki inni í rekstrarkostnaði ráðherrabifreiðar fyrir það ár. Hár launakostnaður afleysingabílstjóra á árinu 2017 skýrist af forföllum vegna veikinda bílstjóra ráðherra.
    Umbra, þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, tók yfir rekstur sérútbúinna ráðherrabifreiða og starfssamband við ráðherrabílstjóra í apríl 2018. Voru fjárveitingar vegna þessara verkefna færðar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá sama tíma. Eftirgreindar tölur byggjast því m.a. á kostnaðarupplýsingum frá Umbru. Vakin er athygli á því að rekstrarkostnaður ráðherrabifreiðar fyrir árin 2018 og 2019 inniheldur kostnað vegna afskrifta.

Tegund 2017 2018 2019
Laun bílstjóra 12.969.391 kr. 16.134.622 kr. 18.862.315 kr.
Laun afleysingabílstjóra 6.346.056 kr. 1.602.585 kr.
Rekstur bifreiðar 2.800.853 kr. 2.909.404 kr. 3.483.439 kr.
Samtals 22.116.300 kr. 20.646.611 kr. 22.345.754 kr.

     3.–5. tölul. Eftirfarandi yfirlit sýnir gistikostnað, dagpeningagreiðslur og annan kostnað vegna ferða ráðherra innan lands á umræddu tímabili. Ekki eru greiddir dagpeningar vegna ferða ráðherra innan lands. Ekki var um annan kostnað að ræða.
Tegund 2017 2018 2019
Gistikostnaður 0 kr. 49.600 kr. 39.133 kr.
Dagpeningagreiðslur 0 kr. 0 kr. 0 kr.
Flugfargjöld 102.870 kr. 152.894 kr. 116.889 kr.

    Alls fóru sex klukkustundir í að taka þetta svar saman.