Ferill 842. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1923  —  842. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Þorsteini Sæmundssyni um refsingar við vörslu neysluskammta fíkniefna og ölvun á almannafæri.


    Óskað var upplýsinga frá embætti ríkissaksóknara til að svara fyrirspurninni og eru svörin eftirfarandi.

     1.      Hversu margir afplána nú dóma í fangelsi vegna vörslu neysluskammta fíkniefna?
    Enginn afplánar nú dóm í fangelsi vegna vörslu neysluskammta fíkniefna.

     2.      Hversu margir voru dæmdir til fangelsisvistar fyrir vörslu neysluskammta fíkniefna árlega árin 2010–2020?
    Enginn hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir vörslur neysluskammta fíkniefna á umræddu tímabili.

     3.      Hver eru algengustu viðurlög við vörslu neysluskammta fíkniefna:
                  a.      fyrir fyrsta brot,
                Sekt.
                  b.      vegna ítrekaðra brota?

                   Sekt.

     4.      Hversu margir hlutu dóma fyrir ölvun á almannafæri, sbr. 21. gr. áfengislaga, nr. 75/1998, árlega árin 2010–2020?
    Enginn hefur hlotið dóm fyrir ölvun á almannafæri á umræddu tímabili.

     5.      Hver eru algengustu viðurlög við brotum á 21. gr. áfengislaga?
    Sektir.