Ferill 661. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


151. löggjafarþing 2020–2021.
Þingskjal 1925  —  661. mál.




Svar


utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra við fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni um ráðgjafarþjónustu, verktöku og tímabundin verkefni.


     1.      Hver hefur verið kostnaður ráðuneytisins við hvers kyns ráðgjafarþjónustu frá 1. janúar 2018?
    Kostnaður ráðuneytisins frá 1. janúar 2018 til 31. mars 2021 er 369.880.406 kr. vegna kaupa á sérfræðiþjónustu og ráðgjöf. Tekinn hefur verið saman allur kostnaður sem færður er á málaflokk 04.10 Utanríkisþjónusta og stjórnsýsla utanríkismála.
    Þjónusta þýðenda og túlka, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga er undanskilinn í töflunni. Eftirfarandi yfirlit sýnir kostnaðinn eftir árum og bókhaldslyklum Fjársýslu ríkisins:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Af hvaða fyrirtækjum eða einstaklingum hefur ráðgjafarþjónusta verið keypt á tímabilinu, hvenær hófst þjónustan og hvenær lauk henni, ef henni er lokið? Hve mikið hefur hverjum aðila verið greitt?
    Á framangreindu tímabili hefur ráðuneytið keypt sérfræðiþjónustu og ráðgjöf af eftirfarandi aðilum. Í bókhalds- og skjalakerfum ráðuneytisins er ekki greint á milli ráðgjafar og veittrar þjónustu í formi vinnuframlags og tekur svarið mið af því.
    Eins og í töflu sem birt er í svari við 1. tölul. er þjónusta þýðenda, túlka, lækna, hjúkrunarfræðinga og sálfræðinga undanskilin í töflunni. Þá eru undanskildar greiðslur sem nema lægri upphæð en 100 þús. kr. og greiðslur sem falla til erlendis vegna launaútreikninga staðarráðinna starfsmanna í sendiráðum erlendis.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hve marga samninga hefur ráðuneytið gert um kaup á ráðgjöf, hvenær voru þeir gerðir, við hverja og til hve langs tíma?
    Með kaupum á þjónustu kemst á samningur á milli þjónustuveitanda og ráðuneytisins. Um samningsaðila, fjölda samninga og samningstíma vísast því til svars við 2. tölul.

     4.      Hvaða fyrirtæki eða einstaklingar hafa þegið verktakagreiðslur frá 1. janúar 2018?
    Greiðslur fyrir utanaðkomandi sérfræðiþjónustu og ráðgjöf eru ætíð í formi verktakagreiðslna og vísast því til svars við 2. tölul.

     5.      Hvaða einstaklingar hafa verið ráðnir í tímabundin verkefni frá 1. janúar 2018? Hvaða verkefni voru þeir ráðnir í og hvaða verkefnum er lokið?
    Eftirfarandi tafla sýnir þá einstaklinga sem hafa verið ráðnir til tímabundinna verkefna á því tímabili sem fyrirspurnin tekur til. Ótalið er afleysingar og sumarátak námsmanna.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.