Ferill 4. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 279  —  4. mál.




Frumvarp til laga


um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (gjalddagar, refsinæmi o.fl.).

(Eftir 2. umræðu, 28. desember.)


I. KAFLI

Breyting á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. tölul. 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „fyrirtækjaskrá Skattsins“ í 1. málsl. kemur: Skattinum.
     b.      2. málsl. orðast svo: Ákvæði II.–VI. og VIII. kafla laga um félög til almannaheilla, nr. 110/2021, gilda um lögaðila eftir því sem við á vegna skráningar og hæfis lögaðila í almannaheillaskrá Skattsins.
     c.      Á eftir 2. málsl. koma þrír nýir málsliðir, svohljóðandi: Þá er það skilyrði fyrir skráningu og endurskráningu lögaðila í almannaheillaskrá að staðin hafi verið skil á skattframtali og ársreikningi til ríkisskattstjóra eftir því sem við á og að ekki sé um að ræða vanskil eða áætlanir skatta, skattsekta, gjalda og skýrsluskila. Ákvörðun ríkisskattstjóra um höfnun á skráningu í almannaheillaskrá eða afskráningu er kæranleg til yfirskattanefndar. Kærufrestur er 30 dagar og reiknast frá dagsetningu ákvörðunar ríkisskattstjóra.

2. gr.

    Í stað orðanna „fyrirtækjaskrá Skattsins“ í 2. málsl. 7. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. og 3. málsl. 2. tölul. 31. gr. laganna kemur: Skattinum.

3. gr.

    Í stað orðanna „og 2022“ og „og 2021“ í 1. málsl. 1. mgr. 1. tölul. B-liðar 1. mgr. 30. gr. laganna kemur: 2022, 2023, 2024 og 2025; og: 2021, 2022, 2023 og 2024.

4. gr.

    Á eftir 4. mgr. 92. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
    Aðilar skráðir í almannaheillaskrá, sbr. 9. tölul. 4. gr., skulu ótilkvaddir veita ríkisskattstjóra ókeypis og á því formi sem hann ákveður upplýsingar um mótteknar gjafir og/eða framlög til starfsemi sem telst til almannaheilla skv. 2. mgr. 4. tölul. 4. gr., sbr. og 7. tölul. A-liðar 1. mgr. 30. gr. og 2. tölul. 31. gr.

5. gr.

    Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 109. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um tekjuskatt vegna tekna manns sem telja ber fram hjá því hjóna sem hærri hefur hreinar tekjur, sbr. 2. tölul. 1. mgr. 62. gr.

6. gr.

    Á eftir 1. málsl. 4. mgr. 112. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Framteljanda er heimilt við framtalsskil áður en álagning fer fram að óska eftir að greiða eftirstöðvar skv. 1. málsl. í einu lagi á fyrsta gjalddaga eftir álagningu. Eftir að framtali hefur verið skilað er ekki unnt að óska eftir breytingu á greiðslufyrirkomulagi.

7. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða LXVII í lögunum:
     a.      Í stað orðanna „og 2022“ og „og 2021“ í 1. málsl. kemur: 2022, 2023, 2024 og 2025; og: 2021, 2022, 2023 og 2024.
     b.      Í stað orðanna „og 2021“ í 2. málsl. kemur: 2021, 2022, 2023 og 2024.

II. KAFLI

Breyting á lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013.

8. gr.

    Á eftir 2. málsl. 3. mgr. 14. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Framteljanda er heimilt við framtalsskil áður en álagning fer fram að óska eftir að greiða eftirstöðvar gjalds skv. 1. málsl. í einu lagi á fyrsta gjalddaga eftir álagningu. Eftir að framtali hefur verið skilað er ekki unnt að óska eftir breytingu á greiðslufyrirkomulagi.

III. KAFLI

Breyting á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.

9. gr.

    Í stað orðanna „500.000 kr. á ári“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: 2.000.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili frá því að starfsemi hefst.

IV. KAFLI

Breyting á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

10. gr.

    Á eftir orðinu ,,vöru“ í 1. málsl. 2. mgr. 8. gr. laganna kemur: eða veitingu þjónustu.

11. gr.

    Á eftir 10. gr. laganna kemur ný grein, 10. gr. a, svohljóðandi:
    Skattaðila, sem móttekur notað lausafé frá einstaklingi utan rekstrar til umboðssölu, er heimilt að miða skattverð við söluþóknun að eftirfarandi skilyrðum uppfylltum:
     1.      Við móttöku notaðs lausafjár til umboðssölu geri einstaklingur og skattaðili með sér skriflegan samning um umboðssöluna þar sem einstaklingur lýsir því yfir að um notað lausafé sé að ræða, að sala þess sé ekki liður í atvinnustarfsemi eða sjálfstæðri starfsemi hans og að lausafjárins hafi ekki verið aflað í þeim tilgangi að selja það aftur með hagnaði.
     2.      Í samningi aðila sé kveðið á um söluþóknun skattaðila sem getur numið tilteknu hlutfalli af söluverði lausafjár eða tiltekinni fastri fjárhæð.
     3.      Samningur aðila sé vistaður meðal bókhaldsgagna skattaðila.
     4.      Að söluverð einstaks lausafjármunar eða samstæðu lausafjármuna nemi að hámarki 100.000 kr.
     5.      Á sölureikningi eða öðrum söluskjölum skattaðila til kaupanda komi fram að skattaðili sé ekki eigandi hins selda lausafjár og ábyrgist ekki eiginleika söluhlutar gagnvart kaupanda.

12. gr.

    Við 2. mgr. 16. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Á sama hátt getur ráðherra sett nánari reglur um afmörkun leiðréttingartímabils.

13. gr.

    Í stað orðanna „fyrirtækjaskrá Skattsins“ í 1. tölul. 3. mgr. 42. gr. A laganna kemur: Skattinum.

14. gr.

    Í stað orðanna ,,evrópsku aksturslotunni vera 45 g“ í 2. málsl. 2. tölul. 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV í lögunum kemur: samræmdu prófunaraðferðinni vera 50 g.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXXIX í lögunum:
     a.      Í stað orðanna „skráningarskyldu ökutæki sem fallið hefur undir ívilnun á grundvelli ákvæðis til bráðabirgða XXIV“ í 1. málsl. kemur: rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreið.
     b.      B-liður orðast svo: Ökutækið er skráð sem bifreið í ökutækjaskrá, sbr. 9. tölul. 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga, nr. 77/2019, og fellur undir vöruliði 8703 eða 8704 í tollskrá.
     c.      Við bætist nýr stafliður, c-liður, svohljóðandi: Skráð losun á koltvísýringi tengiltvinnbifreiðar uppfyllir skilyrði 2. tölul. 6. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XXIV.

16. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Á tímabilinu 1. júlí 2022 til og með 31. desember 2027 skal endurgreiða 100% þess virðisaukaskatts sem greiddur hefur verið við innflutning eða fyrstu sölu nýs loftfars, hreyfils eða loftskrúfu sem nýtir rafmagn eða vetni sem orkugjafa. Jafnframt skal á sama tímabili endurgreiða 100% þess virðisaukaskatts sem greiddur hefur verið við innflutning og fyrstu sölu notaðs loftfars, hreyfils eða loftskrúfu sem nýtir rafmagn eða vetni sem orkugjafa enda sé loftfarið þriggja ára eða yngra á innflutningsdegi og söludegi miðað við fyrstu skráningu og hreyfill eða loftskrúfa þriggja ára eða yngri á innflutningsdegi eða söludegi.
    Skilyrði fyrir endurgreiðslu skv. 1. mgr. er að loftfar, hreyfill og loftskrúfa hafi hlotið tegundarvottorð, takmarkað tegundarvottorð eða flugleyfi sem Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins hefur gefið út eða Samgöngustofa metið gilt.
    Endurgreiðsla skal fara fram innan 30 daga frá því að umsókn barst Skattinum. Endurgreiðsluheimild samkvæmt ákvæði þessu nær ekki til þess virðisaukaskatts sem aðili getur talið til innskatts eftir ákvæðum 15. og 16. gr.
    Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um nánari framkvæmd endurgreiðslu samkvæmt ákvæði þessu.

V. KAFLI

Breyting á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993.

17. gr.

    2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo: 0,31% á hvert gramm skráðrar koltvísýringslosunar samkvæmt samræmdu prófunaraðferðinni umfram 90 grömm á hvern ekinn kílómetra skráðrar koltvísýringslosunar hafi losunin verið skráð samkvæmt evrópsku aksturslotunni og samræmdu prófunaraðferðinni.

18. gr.

    B-liður 1. mgr. 5. gr. laganna orðast svo: 0,21% á hvert gramm skráðrar koltvísýringslosunar umfram 160 grömm á hvern ekinn kílómetra skráðrar koltvísýringslosunar samkvæmt samræmdu prófunaraðferðinni hafi losunin verið skráð samkvæmt evrópsku aksturslotunni og samræmdu prófunaraðferðinni.

19. gr.

    Í stað orðanna „á árunum 2020 og 2021“ í ákvæði til bráðabirgða XVIII í lögunum kemur: á árunum 2020–2022.

VI. KAFLI

Breyting á lögum um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019.

20. gr.

    Við 1. málsl. 4. mgr. 11. gr. laganna bætist: ásamt skilagrein.

21. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. laganna:
     a.      Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr.:
                  1.      1. málsl. orðast svo: Til tryggingar greiðslu væntanlegrar skattkröfu, fésektar og sakarkostnaðar vegna mála sem sæta skattrannsókn eða lögreglurannsókn er ríkisskattstjóra heimilt að krefjast kyrrsetningar hjá skattaðila og öðrum þeim sem vegna tengsla sinna við mál eru grunaðir um háttsemi er varðar refsingu skv. 109. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, 40. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 30. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, og 19. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, ef hætta þykir á að eignum verði ella skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun, enda megi ætla að meint refsiverð háttsemi leiði til sektarákvörðunar skv. 110. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, 41. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, 31. gr. laga um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987, og 20. gr. laga um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, eða varði ákæru skv. 262. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
                  2.      Við 3. málsl. bætist: eða lögreglu.
     b.      Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr.:
                  1.      Orðin „að kröfu“ í 1. málsl. falla brott.
                  2.      2. málsl. orðast svo: Skal skattrannsóknarstjóri í kyrrsetningarkröfu tilgreina ætlaðar fjárhæðir vantalinna skatta skattaðila samkvæmt rannsókn þess máls sem um ræðir svo sem hún þá stendur, sem og ætlaðar fjárhæðir fésekta sem kunni samkvæmt rannsókninni að verða gerðar skattaðila eða öðrum þeim sem kyrrsetningar verður krafist hjá skv. 1. mgr.

VII. KAFLI

Breyting á lögum um fjársýsluskatt, nr. 165/2011.

22. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      Orðið „kyrrsetningu“ í 1. málsl. fellur brott.
     b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Um kyrrsetningu gilda ákvæði 14. gr. laga um innheimtu opinberra skatta og gjalda, nr. 150/2019.

VIII. KAFLI

Breyting á lögum um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003.

23. gr.

    Orðin „lögaðila sem falla undir 9. tölul. 4. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003“ í 4. tölul. 2. gr. og 3. gr. laganna falla brott.

IX. KAFLI

Breyting á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, nr. 88/1991.

24. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 13. gr. laganna:
     a.      17. tölul. fellur brott.
     b.      18. tölul. orðast svo: Skráning félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri samkvæmt lögum um skráningarskyldu félaga til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri, nr. 119/2019, og annarra félaga eða aðila sem falla undir 4. og/eða 5. tölul. 2. gr. laga um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, auk félaga til almannaheilla samkvæmt lögum um félög til almannaheilla, nr. 110/2021     25.000 kr.

X. KAFLI
Breyting á búvörulögum, nr. 99/1993.
25. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir 65. gr. A skulu eftirtaldar vörur sem falla undir viðauka IVA, IVB og V við tollalög bera toll skv. 3. mgr. 12. gr. tollalaga, nr. 88/2005, á þeim tímabilum sem kveðið er á um í eftirfarandi upptalningu árið 2022:
          1.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0709.4000 frá 1. janúar til 31. desember.
          2.      Vörur með tollskrárnúmerunum 0704.1010, 0704.1021 og 0704.1029 frá 1. janúar til 15. ágúst og 1. október til 31. desember.
          3.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9003 frá 1. janúar til 15. ágúst og 15. nóvember til 31. desember.
          4.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9001 frá 1. janúar til 15. september og 15. til 31. desember.
          5.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0704.9002 frá 1. janúar til 31. ágúst og 15. til 31. desember.
          6.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0706.1000 frá 1. apríl til 31. ágúst.
          7.      Vörur með tollskrárnúmerinu 0701.9009 frá 1. júní til 30. júní.

26. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. öðlast 3. gr. og 9.–19. gr. gildi 1. janúar 2022.
    Ákvæði 21. gr. taka jafnt til mála sem rannsókn er þegar hafin á og þeirra sem síðar eru tekin til skattrannsóknar.