Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 312  —  216. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis, orku- og loftslagsráðherra um áhrifasvæði friðunar jarðarinnar Dranga í Árneshreppi.

Frá Bergþóri Ólasyni.


     1.      Nær áhrifasvæði friðunar jarðarinnar Dranga í Árneshreppi, sem friðlýst var sem óbyggt víðerni 26. nóvember 2021, sbr. 46. gr. laga um náttúruvernd, nr. 60/2013, og tók gildi 13. desember sl., út fyrir jörðina og inn á aðliggjandi jarðir?
     2.      Ef svo er, hvert er þá áhrifasvæði friðunar Drangajarðarinnar sem fellur utan landamerkja hennar og hvaða takmarkanir gilda um nýtingu aðliggjandi jarða? Óskað er eftir að svarinu fylgi landakort þar sem áhrifasvæði friðunarinnar verði merkt sérstaklega á hverri og einni hinna aðliggjandi jarða.


Skriflegt svar óskast.