Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 316  —  220. mál.




Fyrirspurn


til innanríkisráðherra um reynslu og menntun lögreglumanna.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hver var fjöldi í hverri tegund stöðugildis innan lögreglunnar í lok árs 2010, 2015 og 2021, sundurliðað eftir lögregluembættum?
     2.      Hversu margir lögreglumenn voru menntaðir sem slíkir og hversu margir ómenntaðir í lok árs 2010, 2015 og 2021, sundurliðað eftir lögregluembættum?
     3.      Hver er dreifingin á starfsreynslu lögreglumanna, sundurliðað eftir lögregluembættum?
     4.      Hversu margir lögreglumenn hafa útskrifast úr lögreglunámi undanfarin 10 ár, sundurliðað eftir árum?
     5.      Hyggst ráðherra setja fram markvissa áætlun um aukna menntun lögreglumanna og fjölgun nemenda sem teknir eru inn í lögreglunám á hverju ári?


Skriflegt svar óskast.