Ferill 229. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 325  —  229. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um ökukennslu.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hver er fjöldi nýskráðra fólksbifreiða hvert undanfarinna tíu ára, greint eftir því hvort þær eru beinskiptar eða sjálfskiptar? Jafnframt er óskað að fram komi sundurgreining eftir orkugjafa og því hvort bifreiðin er í eigu einstaklings eða fyrirtækis.
     2.      Telur ráðherra 8. gr. reglugerðar nr. 830/2011 um ökuskírteini, sem kveður á um takmörkun á ökuskírteini þeirra sem taka verklegt próf á sjálfskipt ökutæki, vera í samræmi við þróun bílaflotans og markmið stjórnvalda í orkuskiptum?


Skriflegt svar óskast.