Ferill 242. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 342  —  242. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um kolefnisjöfnun Landgræðslunnar.

Frá Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur.


     1.      Hverjar eru tekjur Landgræðslunnar af samstarfi sínu við Olís um kolefnisjöfnun eldsneytiskaupa viðskiptavina og hvert er umfangið í mældri kolefnisbindingu?
     2.      Er Landgræðslan að selja kolefnisbindingu til Olís og fleiri fyrirtækja eða aðila og ef svo er, til hverra og hvert er heildarumfang stofnunarinnar með tilliti til tekna og magns bindingar?
     3.      Er bindingin vottuð og ef svo er, eftir hvaða stöðlum?
     4.      Á hvaða formi er þessi binding?
     5.      Hversu mikið land er Landgræðslan að taka undir þessa bindingu og hvar fer hún fram? Svar óskast með kortlagningu.
     6.      Er allt land sem nýtt er til þessarar bindingar í eigu ríkisins? Ef ekki, hverjir eru aðrir landeigendur?
     7.      Stendur stofnunin sjálf allan straum af kostnaði við bindinguna eða er einhver hluti þessarar bindingar unninn í samvinnu við aðra aðila? Ef svo er, hvaða aðilar eru það og með hvaða hætti hafa þeir aðkomu að þeim verkefnum?


Skriflegt svar óskast.