Ferill 256. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 360  —  256. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað ríkissjóðs við skimanir vegna COVID-19.

Frá Bergþóri Ólasyni.


    Hver er kostnaður ríkissjóðs af skimunum, innan lands og á landamærum, frá því að þær byrjuðu sem hluti sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldurs COVID-19? Óskað er eftir að kostnaðurinn verði greindur niður á mánuði frá upphafi faraldurs og að kostnaður vegna PCR-prófa annars vegar og hraðprófa hins vegar verði aðgreindur og hvort um skimun á landamærum er að ræða eða innan lands. Jafnframt er óskað eftir að ástæða skimunar verði tilgreind eftir því sem unnt er, t.d. ferðalag erlendis/yfir landamæri, einkenni, sóttkví, smitgát, hraðpróf fyrir menningarviðburð, ótilgreint.


Skriflegt svar óskast.