Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 365  —  167. mál.
Síðari umræða.



Frávísunartillaga


í málinu: Tillaga til þingsályktunar um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.

    Þar sem fram hefur komið:
     a.      að ekki er uppfyllt skilyrði 2. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, um að leggja fyrirliggjandi þingsályktunartillögu fyrir Alþingi til umræðu og afgreiðslu áður en forsetaúrskurður er gefinn út líkt og mælt er fyrir í ákvæðinu,
     b.      að ekki er uppfyllt skilyrði 2. gr. laga nr. 115/2011 um að tiltaka í tillögunni fjölda ráðuneyta og heiti þeirra allra,
     c.      að tillagan ber ekki með sér að verið sé að fjölga og ákveða að ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands skuli vera tólf,
     d.      að til staðar er misræmi á nöfnum ráðherra í forsetaúrskurðinum frá 28. nóvember sl., nr. 126, og fyrirliggjandi þingsályktunartillögu,
     e.      að misræmi virðist vera á milli málefnaskiptingar ráðherra í forsetaúrskurðinum frá 28. nóvember sl. og fyrirliggjandi tillögu,
     f.      að ekki er uppfylltur tilgangur 2. gr. laga nr. 115/2011 um að þingheimur fái tækifæri til að fjalla efnislega um fyrirhugaðar breytingar á fjölda ráðuneyta í formi þingsályktunartillögu í samræmi við ákvæði þingskapa,
     g.      að þingsályktunartillaga sú sem hér liggur fyrir um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands er ekki í samræmi við 2. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, hvað varðar efni og form,
er lagt til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.