Ferill 482. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Prentað upp.

Þingskjal 1320  —  482. mál.
Undirskrift.

2. umræða.



Nefndarálit


um frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 97/2002 (einstaklingar sem flytjast til innan viðskiptafyrirtækis).

Frá minni hluta velferðarnefndar.


    Mikilvægt er að samhliða þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu verði stigin skref til að ná utan um þann hóp sem leitað hefur skjóls á Íslandi undan stríðinu í Úkraínu. Sambærilega tillögu er að finna í frumvarpi um útlendinga (201. mál), sem fallið var frá á síðustu dögum yfirstandandi löggjafarþings.
    Tillagan felur í sér að útlendingar, sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við landið samkvæmt lögum um útlendinga, verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi. Vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að beita 44. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, í málefnum flóttafólks frá Úkraínu er brýnt að gera breytingar á lögum um atvinnuréttindi útlendinga þannig að öll þau sem fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða fái sjálfkrafa og milliliðalaust atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfinu.
    Mikilvægt er að fólk á flótta frá Úkraínu líði ekki fyrir þá ákvörðun dómsmálaráðherra að falla frá máli sínu, sem ætlað var að ná þessum markmiðum en fjallar að flestu leyti um ótengd mál.
    Minni hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem lagðar eru til á þskj. 732.

Alþingi, 14. júní 2022.

Halldóra Mogensen,
frsm.
Guðný Birna Guðmundsdóttir.