Ferill 756. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1354  —  756. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um aðfarargerðir.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hver er fjöldi aðfarargerða sem framkvæmdar hafa verið til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá sl. 20 ár? Hver er fjöldi þeirra sem framkvæmdar hafa verið á heilbrigðisstofnunum sl. 20 ár?
     2.      Hvernig verklag gildir um aðfarargerðir sem framkvæmdar eru til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá? Eru til staðar verklagsreglur um framkvæmdina, og ef svo er, hvernig eru þær?
     3.      Telur ráðherra framkvæmd slíkra aðfarargerða á heilbrigðisstofnunum forsvaranlega? Mun ráðherra beita sér fyrir því að þær eigi sér ekki stað í framtíðinni?


Skriflegt svar óskast.