Ferill 233. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1365  —  233. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á skaðabótalögum, nr. 50/1993 (gjafsókn).

(Eftir 2. umræðu, 16. júní.)


1. gr.

    Við III. kafla laganna bætist ný grein, 27. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Gjafsókn.

    Stefnandi dómsmáls sem höfðað er til greiðslu skaða- eða miskabóta vegna háttsemi sem hefur verið til rannsóknar lögreglu sem hugsanlegt brot gegn 194.–198., 200.–202. og 218. gr. b almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, skal hafa gjafsókn í héraði, fyrir Landsrétti og Hæstarétti ef málstaður stefnanda gefur nægilegt tilefni til. Gjafsóknarnefnd tekur ákvörðun um veitingu gjafsóknar samkvæmt ákvæðinu.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2023.