Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1396, 152. löggjafarþing 518. mál: meðferð sakamála og fullnusta refsinga (bætt réttarstaða brotaþola, fatlaðs fólks og aðstandenda).
Lög nr. 61 28. júní 2022.

Lög um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (bætt réttarstaða brotaþola, fatlaðs fólks og aðstandenda).


1. gr.

     Í stað orðanna „í slíku sérútbúnu húsnæði“ í 4. málsl. 9. gr. laganna kemur: og brotaþola eða vitni með geðræna eða vitsmunalega skerðingu eða skerta skynjun, í sérútbúnu húsnæði.

2. gr.

     Á eftir 2. mgr. 10. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Brotaþola og fyrirsvarsmanni hans er ávallt heimilt að vera viðstaddur lokað þinghald, eða fylgjast með lokuðu þinghaldi í gegnum fjarfundarbúnað í dómhúsi þar sem því verður komið við, eftir að hann hefur gefið skýrslu nema dómari telji sérstakar ástæður mæla gegn því. Ákvörðun dómara um að synja brotaþola eða fyrirsvarsmanni hans um að vera viðstaddur eða fylgjast með lokuðu þinghaldi, í heild eða að hluta, skal færð til bókar þar sem greint skal frá því af hverri ástæðu það er gert. Sætti brotaþoli eða fyrirsvarsmaður hans sig ekki við ákvörðun dómara getur hann krafist þess að dómari kveði upp úrskurð um hvort honum sé heimilt að vera viðstaddur lokað þinghald.

3. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „1. mgr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: 3. mgr.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. laganna:
  1. Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  2.      Ef rannsókn máls varðar orsök andláts einstaklings getur maki eða sambúðarmaki, lögráða barn eða annar lögráða niðji, foreldri eða lögráða systkini hins látna komið fram sem fyrirsvarsmaður hans.
  3. Í stað tilvísunarinnar „2. og 3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 2.–4. mgr.
  4. Við 1. málsl. 5. mgr. bætist: en við meðferð þess nýtur hann þeirra réttinda og ber þær skyldur sem mælt er fyrir um í lögum þessum.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 41. gr. laganna:
  1. Á eftir 3. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  2.      Ef rannsókn máls varðar orsök andláts einstaklings er lögreglu heimilt að tilnefna fyrirsvarsmanni skv. 3. mgr. 39. gr. réttargæslumann, ef þess er óskað og hann hefur að mati lögreglu þörf fyrir slíka aðstoð meðan á rannsókn málsins stendur.
  3. Í stað tilvísunarinnar „1.–3. mgr.“ í 4. mgr. kemur: 1.–4. mgr.


6. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 42. gr. laganna:
  1. Í stað tilvísunarinnar „1.–3. mgr.“ í 1. mgr. kemur: 1.–4. mgr.
  2. Á eftir 1. mgr. koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  3.      Ef dómi héraðsdóms hefur verið áfrýjað til Landsréttar er brotaþola skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins þar, enda séu til þess skilyrði skv. 1.–4. mgr. 41. gr., og brotaþoli annaðhvort hefur haft uppi einkaréttarkröfu við meðferð málsins í héraði eða að undir meðferð málsins fyrir Landsrétti verði talið nauðsynlegt að taka skýrslu af brotaþola.
         Ef dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar er brotaþola skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins þar, enda séu til þess skilyrði skv. 1.–4. mgr. 41. gr., og brotaþoli annaðhvort hefur haft uppi einkaréttarkröfu við meðferð málsins í Landsrétti eða gert þar kröfu um ómerkingu og heimvísun héraðsdóms hvað frávísun einkaréttarkröfu hans varðar.


7. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 46. gr. laganna:
  1. 3. og 4. mgr. orðast svo:
  2.      Réttargæslumaður má ekki beina spurningum til þeirra sem gefa skýrslu hjá lögreglu. Þó getur hann beint þeim tilmælum til lögreglu að skjólstæðingur hans verði spurður um tiltekin atriði, svo og sakborningur og vitni.
         Réttargæslumanni er heimilt að leggja stuttar og gagnorðar spurningar fyrir þá sem gefa skýrslu fyrir dómi um atriði sem varða annað en einkaréttarkröfur skjólstæðings hans og skýrslugjafi hefur ekki verið spurður um áður fyrir dómi.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Réttargæslumanni er að auki heimilt að leggja fyrir spurningar og tjá sig munnlega fyrir dómi um einkaréttarkröfur skjólstæðings hans en ekki um kröfur ákæruvalds að öðru leyti. Þó má hann tjá sig um réttarfarsatriði ef þau snúa sérstaklega að skjólstæðingnum.


8. gr.

     47. gr. laganna orðast svo:
     Réttargæslumaður skal jafnskjótt og unnt er fá afrit af öllum skjölum máls sem varða skjólstæðing hans, svo og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn í málinu. Þó er óheimilt að afhenda réttargæslumanni afrit af skjölum eða veita honum aðgang að gögnum ef verjanda hefur verið synjað um það. Þá getur lögregla neitað að veita réttargæslumanni aðgang að einstökum skjölum eða öðrum gögnum í allt að þrjár vikur frá því að þau urðu til eða komust í vörslur hennar ef hún telur að það geti skaðað rannsókn málsins. Af sömu ástæðu er lögreglu heimilt að neita réttargæslumanni um afrit af einstökum skjölum meðan á rannsókn máls stendur. Bera má synjun undir dómara.
     Ef lögregla krefst skýrslutöku fyrir dómi skv. b-lið 1. mgr. 59. gr. getur dómari framlengt frest skv. 1. mgr. í allt að fimm vikur svo að unnt verði að ljúka skýrslutöku innan hans.
     Enn fremur getur lögregla synjað réttargæslumanni um aðgang að einstökum skjölum og öðrum gögnum meðan á rannsókn máls eða meðferð þess fyrir dómi stendur ef öryggi ríkisins eða almennings er í húfi eða brýnir einkahagsmunir annarra en skjólstæðings hans eða samskipti við yfirvöld í öðrum ríkjum standa því í vegi. Bera má þá synjun undir dómara.
     Þegar réttargæslumaður hefur fengið aðgang að gögnum máls er honum heimilt að láta skjólstæðingi sínum í té eintak af þeim eða kynna honum þau með öðrum hætti.
     Lögregla skal gefa réttargæslumanni færi á að fylgjast með framvindu rannsóknar að svo miklu leyti sem kostur er. Skal hún taka til greina ábendingar hans um tilteknar rannsóknaraðgerðir nema hún telji þær óheimilar eða þýðingarlausar.
     Brotaþoli sem ekki nýtur aðstoðar réttargæslumanns á rétt til aðgangs að gögnum máls skv. 1. mgr. með þeim takmörkunum sem getur í 1.–3. mgr.

9. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 61. gr. laganna:
  1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Bjóða skal fötluðum sakborningi að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutöku.
  2. Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Bjóða skal fötluðu vitni að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutöku.


10. gr.

     Við 97. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Lögregla eða ákærandi skal upplýsa brotaþola eða réttargæslumann um ef sakborningur eða ákærði hefur verið úrskurðaður í eða látinn laus úr gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot gegn XXII.–XXIV. kafla almennra hegningarlaga eða atvik máls eru þannig að öðru leyti að telja verður mikilvægt fyrir brotaþola að vera upplýstur um það.

11. gr.

     Við 1. mgr. 113. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Bjóða skal fötluðum sakborningi að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutöku.

12. gr.

     3. málsl. 2. mgr. 122. gr. laganna orðast svo: Skal jafnframt gefa réttargæslumanni kost á að leggja spurningar fyrir vitnið, sbr. 4. og 5. mgr. 46. gr.

13. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 2. mgr. 123. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „15 ára“ í 1. málsl. kemur: eða fötluðu vitni.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Bjóða skal fötluðu vitni að hafa með sér hæfan stuðningsaðila við skýrslutöku.


14. gr.

     Við 1. mgr. 134. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Brotaþola er og heimilt að leggja fram þau skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn sem hann hefur undir höndum. Ef dómari telur bersýnilegt að skjal eða annað sýnilegt sönnunargagn skipti ekki máli við sönnunarmat getur hann meinað brotaþola um framlagningu.

15. gr.

     Á eftir 3. málsl. 3. mgr. 166. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Í kjölfarið er brotaþola, án tillits til þess hvort ákærði hefur kosið að tjá sig samkvæmt framansögðu, einnig heimilt að taka stuttlega til máls.

16. gr.

     Við 3. mgr. 172. gr. laganna bætist: en við meðferð þess nýtur hann þeirra réttinda og ber þær skyldur sem mælt er fyrir um í lögum þessum.

17. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 176. gr. laganna:
  1. 2. málsl. orðast svo: Kröfuhafa eða þeim sem fer með málið fyrir hans hönd er og heimilt að leggja spurningar fyrir ákærða, vitni eða kröfuhafa sjálfan um atriði sem sérstaklega varða kröfuna, svo og að flytja málið munnlega um hana eina.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Fari lögmaður ekki með málið fyrir hönd kröfuhafa getur kröfuhafi beint þeim tilmælum til dómara að tilteknar spurningar sem sérstaklega varða kröfuna verði lagðar fyrir hann sjálfan.


18. gr.

     Á eftir orðinu „þinghaldi“ í b-lið 1. mgr. 192. gr. laganna kemur: synja brotaþola eða fyrirsvarsmanni hans um að vera viðstaddur eða fylgjast með lokuðu þinghaldi eftir að brotaþoli hefur gefið skýrslu.

19. gr.

     Við 193. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Ef kröfu skv. XXVI. kafla er vísað frá héraðsdómi, samkvæmt fyrirmælum 2. mgr. 176. gr. eða vegna þess að ákærði er sýknaður með dómi, getur kröfuhafi án kæru komið kröfu um ómerkingu og heimvísun héraðsdóms hvað einkaréttarkröfu sína varðar að við meðferð áfrýjaðs máls fyrir Landsrétti eftir fyrirmælum 4. mgr. 199. gr., d-liðar 2. mgr. og 4. mgr. 201. gr. og 203. gr.

20. gr.

     Á eftir 1. málsl. 3. mgr. 196. gr. laganna kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Krafa um endurskoðun á grundvelli 5. mgr. 193. gr. getur þó ekki tekið til annars en ómerkingar og heimvísunar ákvæðis héraðsdóms um frávísun einkaréttarkröfunnar.

21. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 199. gr. laganna:
  1. Orðin „ef krafa“ og „hefur verið dæmd að efni til“ í 4. mgr. falla brott.
  2. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ef héraðsdómi hefur verið áfrýjað skal ríkissaksóknari tilkynna brotaþola um það. Sama á við ef óskað hefur verið leyfis Landsréttar til að áfrýja dómi héraðsdóms skv. 2. mgr. 198. gr. og 5. mgr. þessarar greinar.


22. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 201. gr. laganna:
  1. Orðin „sem dæmd hefur verið að efni til“ í d-lið 2. mgr. falla brott.
  2. Á eftir orðunum „í héraði“ í 4. mgr. kemur: eða vísað frá héraðsdómi vegna fyrirmæla 2. mgr. 176. gr.


23. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 208. gr. laganna:
  1. 2. mgr. orðast svo:
  2.      Ef héraðsdómur er ómerktur eingöngu hvað varðar frávísun einkaréttarkröfu skv. 1. og 2. mgr. 172. gr., sbr. 5. mgr. 193. gr., skal víkja henni til meðferðar í héraðsdómi í sérstöku einkamáli í samræmi við ákvæði 175. gr. Ef Landsréttur hafnar kröfu um að héraðsdómur verði ómerktur hvað varðar frávísun einkaréttarkröfu skal hann staðfesta héraðsdóm um frávísun einkaréttarkröfunnar frá héraðsdómi.
  3. Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
  4.      Ef fallist er á kröfu um ómerkingu og heimvísun fyrir æðra dómi skv. 2. mgr. skal kröfuhafi sem fengið hefur skipaðan réttargæslumann hafa gjafsókn fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti í einkamáli um kröfuna skv. 175. gr.


24. gr.

     Við 212. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Ef kröfu skv. XXVI. kafla er vísað frá Landsrétti, samkvæmt fyrirmælum 2. mgr. 176. gr., vegna þess að ákærði er sýknaður með dómi Landsréttar getur kröfuhafi án kæru komið að við meðferð áfrýjaðs máls fyrir Hæstarétti kröfu um ómerkingu og heimvísun dóms Landsréttar hvað kröfu sína varðar, eftir fyrirmælum 5. mgr. 217. gr., d-liðar 2. mgr. og 4. mgr. 218. gr. og 220. gr.
     Ef Landsréttur hefur staðfest héraðsdóm um frávísun einkaréttarkröfu frá héraðsdómi vegna þess að ákærði er sýknaður með dómi Landsréttar getur kröfuhafi án kæru og þrátt fyrir ákvæði 2. og 3. mgr. komið að við meðferð áfrýjaðs máls fyrir Hæstarétti, eftir fyrirmælum 5. mgr. 217. gr., d-liðar 2. mgr. og 4. mgr. 218. gr. og 220. gr., kröfu um ómerkingu dóms Landsréttar hvað staðfestingu á frávísun einkaréttarkröfu varðar og heimvísun til héraðsdóms til nýrrar meðferðar í einkamáli skv. 175. gr.

25. gr.

     Á eftir 1. málsl. 3. mgr. 215. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Krafa um endurskoðun á grundvelli 5. mgr. 212. gr. getur þó ekki tekið til annars en ómerkingar og heimvísunar ákvæðis dóms Landsréttar um frávísun einkaréttarkröfunnar til nýrrar meðferðar í einkamáli skv. 175. gr. Þá getur krafa um endurskoðun á grundvelli 6. mgr. 212. gr. ekki tekið til annars en ómerkingar ákvæðis dóms Landsréttar hvað staðfestingu á frávísun einkaréttarkröfu brotaþola varðar og heimvísun hennar til héraðsdóms til nýrrar meðferðar í einkamáli skv. 175. gr.

26. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 217. gr. laganna:
  1. Orðin „ef krafa“ og „hefur verið dæmd að efni til“ í 5. mgr. falla brott.
  2. Á eftir 5. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
  3.      Ef sótt hefur verið um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar skal ríkissaksóknari tilkynna brotaþola um það, sem og ef fallist er á slíka beiðni.


27. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 218. gr. laganna:
  1. Orðin „sem dæmd hefur verið að efni til“ í d-lið 2. mgr. falla brott.
  2. Á eftir orðunum „á fyrra dómstigi“ í 1. málsl. 4. mgr. kemur: eða vísað frá Landsrétti vegna fyrirmæla 2. mgr. 176. gr.


28. gr.

     Við 225. gr. laganna bætast þrjár nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
     Ef dómur Landsréttar er ómerktur eingöngu hvað varðar frávísun einkaréttarkröfu skv. 1. og 2. mgr. 172. gr., sbr. 5. mgr. 212. gr., skal víkja henni til meðferðar í Landsrétti í sérstöku einkamáli í samræmi við ákvæði 175. gr.
     Ef dómur Landsréttar er ómerktur eingöngu hvað varðar staðfestingu á frávísun héraðsdóms á einkaréttarkröfu skv. 1. og 2. mgr. 172. gr., sbr. 6. mgr. 212. gr., skal víkja henni til meðferðar í héraðsdómi í sérstöku einkamáli í samræmi við ákvæði 175. gr.
     Ef fallist er á kröfu um ómerkingu og heimvísun fyrir æðra dómi skv. 3. og 4. mgr. skal kröfuhafi sem fengið hefur skipaðan réttargæslumann hafa gjafsókn fyrir héraðsdómi, Landsrétti og Hæstarétti í einkamáli um kröfuna skv. 175. gr.

29. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi, sbr. þó 2. og 3. mgr.
     Ákvæði 19.–23. gr. gilda ekki um mál sem áfrýjað hefur verið til Landsréttar, enda hafi áfrýjunarstefna verið gefin út fyrir gildistöku laganna.
     Ákvæði 24.–28. gr. gilda ekki um mál sem áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar, enda hafi áfrýjunarstefna verið gefin út fyrir gildistöku laganna.

30. gr.

     Við gildistöku laga þessara verður eftirfarandi breyting á lögum um fullnustu refsinga, nr. 15/2016: Á eftir 15. gr. laganna kemur ný grein, 15. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Miðlun upplýsinga til brotaþola.
     Fangelsismálastofnun er heimilt, ef brotaþoli óskar eftir því og brýnir hagsmunir hans krefjast þess, að upplýsa hann um tilhögun afplánunar þess aðila sem brotið hefur gegn honum.

Samþykkt á Alþingi 15. júní 2022.