Ferill 709. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


152. löggjafarþing 2021–2022.
Þingskjal 1420  —  709. mál.




Svar


innviðaráðherra við fyrirspurn frá Helga Héðinssyni um snjómokstur samkvæmt reglu um vor- og haustmokstur.


     1.      Hver er lengd vega þar sem vetrarþjónustu er sinnt samkvæmt reglu um vor- og haustmokstur?
    Vegir sem mokaðir eru samkvæmt reglu um vor- og haustmokstur (G-reglu) eru alls 236,45 km.

     2.      Hvaða vegir eru mokaðir samkvæmt þessari reglu?
    Eftirfarandi vegarkaflar eru mokaðir samkvæmt G-reglu:
     *      (95) Skriðdals- og Breiðdalsvegur, 17,71 km.
     *      (520) Dragavegur, 8,28 km.
     *      (643) Strandavegur, 68,52 km.
    Tilraunaverkefni fór fram í janúar og fram í mars árið 2022 um að moka eftirfarandi vegi allt að tvisvar í viku:
     *      (862) Dettifossvegur, 21,12 km.
     *      (886) Dettifossvegur vestri, 3,02 km.
     *      (917) Hlíðarvegur, 65,19 km.
     *      (939) Axarvegur, 20,71 km.
     *      (953) Mjóafjarðarvegur, 31,90 km.

     3.      Telur ráðherra ástæðu til þess að endurskoða þessa reglu vegna aukinnar umferðar um suma þessara vega eða vegna breytinga á veðráttu og snjóalögum?
    Þjóðfélagslegar breytingar á undanförnum árum, t.d. vegna breyttrar atvinnusóknar, kalla almennt á aukna vetrarþjónustu og því er full ástæða til að endurskoða þessa reglu sem aðrar vetrarþjónustureglur Vegagerðarinnar. Aukin þjónusta kallar hins vegar jafnframt á auknar fjárveitingar Alþingis til vetrarþjónustu.