Ferill 225. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 226  —  225. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um frekari sölu á eignarhluta í Íslandsbanka.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hvert er hið nýja fyrirkomulag við frekari sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka sem ríkisstjórnin boðaði 19. apríl sl. og hvenær er frumvarp þess efnis væntanlegt?
     2.      Er hið nýja fyrirkomulag forsenda þess að frekari sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum fari fram eða telur ráðherra efni til að halda söluferlinu áfram þrátt fyrir yfirlýsingu formanna ríkisstjórnarflokkanna í apríl sl.?
     3.      Hvert er mat á samanlögðu virði allra þeirra eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem Bankasýsla ríkisins hefur umsjón með?
     4.      Er einhugur í ríkisstjórn um fyrirkomulag sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum?


Skriflegt svar óskast.