Ferill 247. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 248  —  247. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um ME-sjúkdóminn.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hvaða leiðir hafa ráðuneytið og/eða landlæknisembættið nýtt til þess að auka fræðslu meðal heilbrigðisstarfsmanna um ME-sjúkdóminn (myalgic encephalomyelitis)?
     2.      Hvaða áætlanir hafa ráðuneytið og/eða landlæknisembættið um að auka fræðslu meðal heilbrigðisstarfsmanna um ME-sjúkdóminn?
     3.      Hversu margir hafa verið greindir með ME-sjúkdóminn á Íslandi undanfarin 20 ár? Svar óskast eftir a) árum, b) aldursbili, c) kyni.
     4.      Hvort eiga aðilar sem grunar að þeir séu með ME-sjúkdóminn að leita eftir greiningu hjá heimilislækni eða sérfræðingi? Eru læknar með sérhæfingu í ME-sjúkdómnum starfandi innan íslenska heilbrigðiskerfisins?
     5.      Hverjum ber skylda til að fræða og upplýsa þá aðila sem eru greindir með ME-sjúkdóminn um hvers konar meðferð, lyf eða annað þurfi til að fyrirbyggja versnandi heilsu? Eru það læknar, félagasamtök eða sjúklingurinn sjálfur?

                        
Skriflegt svar óskast.