Ferill 248. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 249  —  248. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um ME-sjúkdóminn hjá börnum.

Frá Gísla Rafni Ólafssyni.


     1.      Hversu mörg börn greind með a) ME-sjúkdóminn (myalgic encephalomyelitis), b) skólakvíða, c) þunglyndi flosna árlega upp úr skóla? Svar óskast sundurliðað eftir árum, síðustu 10 ár.
     2.      Hvaða áætlanir hafa verið gerðar af hálfu ráðuneytisins til að auka fræðslu meðal kennara og skólastjórnenda á ME-sjúkdómnum hjá börnum?
     3.      Hvaða áætlanir hafa verið gerðar af hálfu ráðuneytisins um aukinn stuðning við börn með ME-sjúkdóminn?


Skriflegt svar óskast.