Ferill 252. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 253  —  252. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um aðgerðir gegn kynsjúkdómum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig hefur ráðuneytið fylgt eftir þeim tillögum um aðgerðir sem fram komu í greinargerð starfshóps velferðarráðuneytis um kynsjúkdóma á Íslandi, sem skilað var í janúar 2018?
     2.      Hvernig hefur nýgengi helstu kynsjúkdóma þróast frá því að starfshópurinn skilaði skýrslu sinni?
     3.      Hvernig er aðgengi að hraðgreiningarprófum til að greina HIV háttað í nágrannalöndum Íslands? Hvaða áform hefur ráðuneytið um að auka aðgengi að slíkum prófum hér á landi?
     4.      Hvernig er aðgengi að heimaprófum til að greina aðra kynsjúkdóma háttað í nágrannalöndum Íslands? Hvaða áform hefur ráðuneytið um að auka aðgengi að slíkum prófum hér á landi?


Skriflegt svar óskast.