Ferill 263. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 264  —  263. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um niðurgreiðslu aðgerða á tunguhafti.

Frá Guðrúnu Hafsteinsdóttur.


     1.      Hve háa fjárhæð hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt vegna aðgerða á tunguhafti barna frá 1. janúar 2020?
     2.      Hafa Sjúkratryggingar Íslands hafnað niðurgreiðslu vegna tunguhaftsaðgerða á börnum frá 1. janúar 2020? Ef svo er, hversu mörgum?
     3.      Hversu mörg börn biðu 1. september 2022 eftir aðgerð á tunguhafti?
     4.      Hversu langur er meðalbiðtími eftir aðgerð á tunguhafti barna?
     5.      Hefur landlæknisembættið farið þess á leit við þá lækna sem bjóða upp á tungu- og varahaftsaðgerðir að þeir geti sýnt fram á þekkingu á því sviði?
     6.      Hvers vegna var starfsemi Tunguhaftssetursins stöðvuð af landlækni án þess að lagt væri mat á gæði og árangur þeirrar meðferðar sem þar var veitt?
     7.      Hvernig er greiningu og meðferð á tunguhafti hjá ungbörnum á fæðingardeild og í ungbarnaeftirliti háttað?
     8.      Hvernig er greiningu og meðferð á tunguhafti hjá eldri börnum með talvanda háttað?
     9.      Hvernig var nefnd sem vann að gerð klínískra leiðbeininga um aðgerðir á stuttu tunguhafti og efrivararhafti samansett?


Skriflegt svar óskast.