Ferill 264. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 265  —  264. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um brottvísanir barna til Grikklands.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu mörgum börnum hefur Útlendingastofnun tekið ákvörðun um að vísa til Grikklands á grundvelli 36. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, á þessu ári? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum.
     2.      Hversu margar slíkar ákvarðanir Útlendingastofnunar hefur kærunefnd útlendingamála staðfest með úrskurði sínum á þessu ári? Svar óskast sundurliðað eftir mánuðum.
     3.      Hóf lögregla á einhverjum tímapunkti þessa árs vinnu við flutning barna til Grikklands samkvæmt ákvörðun eða úrskurði stjórnvalda byggðum á 36. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016?
     4.      Stendur til að gefa út formleg, almenn stjórnvaldsfyrirmæli til Útlendingastofnunar um að senda ekki börn og barnafjölskyldur til Grikklands á grundvelli 36. gr. laga um útlendinga?


Skriflegt svar óskast.