Ferill 266. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 267  —  266. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um frest vegna sanngirnissjónarmiða og frestun réttaráhrifa.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu oft hefur Útlendingastofnun veitt lengri frest vegna sanngirnissjónarmiða skv. 3. mgr. 104. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
     2.      Hversu oft hefur kærunefnd útlendingamála borist krafa um frestun réttaráhrifa ákvörðunar um að útlendingur skuli yfirgefa landið skv. 6. mgr. 104. gr. laganna? Svar óskast sundurliðað eftir fjölda umsókna og lyktum mála ár hvert.


Skriflegt svar óskast.