Ferill 270. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 271  —  270. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um biðlista eftir ADHD-greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna.

Frá Oddnýju G. Harðardóttur.


     1.      Hver er fjöldi barna á biðlista eftir ADHD-greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna nú og hver var fjöldinn á sama tíma árin 2021 og 2020 hjá fyrirrennara hennar? Hver er áætlaður biðtími á hverjum tíma þessi þrjú ár?
     2.      Hver er fjöldi tilvísana í ADHD-greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna frá 1. janúar 2022 til þessa dags og fjöldi tilvísana á sama tíma árið 2021 hjá fyrirrennara hennar?
     3.      Hver er fjöldi nýrra tilvísana í ADHD-greiningu sem vísað var frá við móttöku frá 1. janúar sl. til þessa dags og fjöldi frávísana nýrra tilvísana á sama tíma árið 2021?
     4.      Hvaða áætlanir liggja fyrir um styttingu biðtíma eftir ADHD-greiningu og hver er að mati ráðherra ásættanlegur biðtími eftir þjónustu stofnunarinnar?


Skriflegt svar óskast.