Ferill 400. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 946  —  400. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Gísla Rafni Ólafssyni um vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES).


     1.      Hversu margir Íslendingar hafa sótt um störf og skráð sig á vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES) hvert ár frá 2010 til 2022?
    Upplýsingar um hve margir Íslendingar hafa sótt um störf og skráð sig hjá EURES, vinnumiðlun á Evrópska efnahagssvæðinu, liggja hvorki fyrir hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu né hjá Vinnumálastofnun.

     2.      Hversu mörg íslensk fyrirtæki hafa auglýst störf og hversu margir starfsmenn hafa verið ráðnir í gegnum vinnumiðlunarnet Evrópu (EURES) hvert ár frá 2010 til 2022?
    Í meðfylgjandi töflu má sjá fjölda íslenskra fyrirtækja sem hafa auglýst störf með milligöngu EURES, vinnumiðlunar á Evrópska efnahagssvæðinu, sem og hve margir starfsmenn hafa verið ráðnir með milligöngu vinnumiðlunarinnar, greint eftir árum á tímabilinu 2010 til 2022. Um er að ræða upplýsingar sem eru fyrirliggjandi hjá Vinnumálastofnun en stofnunin heldur utan um tölulegar upplýsingar í þessu sambandi.
    Í ljósi þess hve skammt er liðið frá síðustu áramótum liggja enn ekki fyrir hjá Vinnumálastofnun upplýsingar um fjölda ráðninga á árinu 2022. Þá liggja ekki fyrir endanlegar tölur um fjölda ráðninga á árinu 2010 þar sem skráningar hvað það varðar eru óáreiðanlegar og því ekki unnt að birta áreiðanlegar tölur um heildarfjölda ráðninga á því ári með milligöngu EURES, vinnumiðlunar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Fjöldi fyrirtækja Fjöldi ráðninga
2010 30
2011 70 50
2012 50 35
2013 70 30
2014 55 50
2015 114 87
2016 178 268
2017 212 241
2018 148 132
2019 127 66
2020 73 27
2021 107 33
2022 205