Ferill 627. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 990  —  627. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um kolefnisbókhald.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hvert er samspil vottaðra kolefniseininga, sem seldar eru á frjálsum markaði, og loftslagsbókhalds Íslands, þ.e. árlegs uppgjörs í samræmi við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum?
     2.      Eru vottaðar kolefniseiningar, sem seldar eru fyrirtækjum sem starfa erlendis, færðar með sama hætti í loftslagsbókhaldi Íslands og þær sem seldar eru fyrirtækjum sem starfa á Íslandi?
     3.      Hvaða áhrif hefur skógrækt, sem er til komin vegna sölu vottaðra kolefniseininga, á útreikning kolefnislosunar frá landnotkun (LULUCF) á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.