Ferill 640. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1004  —  640. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um nálgunarbann.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Hversu oft hefur lögregla verið kölluð út vegna rofs á nálgunarbanni hvert ár sl. 10 ár? Óskað er eftir sundurliðun eftir árum og eftir fjölda tilvika þar sem um endurtekna beiðni um aðstoð var að ræða vegna sama nálgunarbanns.
     2.      Hefur komið til þess að lögregla hafi á sl. 10 árum ekki sinnt ósk um aðstoð vegna rofs á nálgunarbanni? Ef svo er, hverjar voru ástæðurnar fyrir því að beiðni um aðstoð var ekki sinnt?
     3.      Til hvaða aðgerða grípur lögregla almennt til að framfylgja nálgunarbanni?


Skriflegt svar óskast.