Ferill 658. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1028  —  658. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um byggingarrannsóknir og rannsóknir tengdar rakavandamálum.

Frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.


     1.      Hver er framtíðarsýn ráðherra í byggingarrannsóknum í ljósi fjölda frétta af lekavandamálum og rakaskemmdum? Hefur aðgerðaáætlun verið gerð til að stemma stigu við þessum vandamálum?
     2.      Hve stór hluti rannsóknarstyrkja Rannís fer til rannsókna á rakaskemmdum, myglu og byggingargöllum, svo sem á útbreiðslu þeirra og orsökum?
     3.      Er gert ráð fyrir áframhaldandi útgáfu sérrita og Rb-blaða sem áður voru gefin út af Rannsóknastofu byggingariðnaðarins og höfðu að geyma lausnir sem henta íslenskum aðstæðum og veðráttu? Ef svo er, með hvers konar fjárveitingu?
     4.      Hve mörg ársverk eru unnin í byggingarrannsóknum?
     5.      Telur ráðherra farsælt að enginn opinber og óháður aðili úrskurði um notagildi og hæfi byggingarefna fyrir íslenskt veðurfar?
     6.      Er einhver sjálfstæður aðili að störfum fær um að stunda rannsóknir hér á landi er lúta að notagildi og hæfi byggingarefna og getur úrskurðað um þau atriði?
     7.      Er nauðsynlegt að hafa rannsóknaraðstöðu hér á landi til að meta nýjar, óreyndar eða lítt reyndar lausnir í byggingariðnaði með tilliti til íslensks veðurfars?
     8.      Er þörf á sérstakri rannsóknastofnun fyrir byggingariðnaðinn miðað við sérstöðu hráefna og veðurfars á Íslandi?


Skriflegt svar óskast.