Ferill 665. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1035  —  665. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um sendiráð og ræðismenn Íslands.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Í hvaða erlendu ríkjum og ríkjasamböndum er Ísland með sendiráð og hvenær voru þau stofnuð?
     2.      Hverjir eru sendiherrar Íslands í sendiráðum í einstökum ríkjum og ríkjasamböndum og hvenær hófu þeir störf í viðkomandi sendiráðum?
     3.      Hver er starfsmannafjöldi hvers sendiráðs Íslands?
     4.      Hvernig hefur starfsmannafjöldi hvers sendiráðs Íslands í ríki eða ríkjasambandi þróast á síðustu fjórum árum?
     5.      Í hvaða ríkjum og ríkjasamböndum er Ísland með ræðismenn?
     6.      Hverjir eru ræðismenn Íslands og hvenær hófu þeir störf?
     7.      Hver er árlegur kostnaður við rekstur sendiráða Íslands og fastanefnda?
     8.      Hver er árlegur kostnaður við rekstur ræðisskrifstofa og þjónustu ræðismanna Íslands?


Skriflegt svar óskast.