Ferill 667. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1037  —  667. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um kostnað ríkissjóðs við að draga úr tekjuskerðingum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver yrði árlegur aukakostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið ef hætt yrði að skerða bætur vegna tekna lífeyrisþega, maka þeirra eða sambúðarmaka? Svar óskast sundurliðað eftir tekjum lífeyrisþega annars vegar og tekjum maka eða sambúðarmaka hins vegar.
     2.      Hver yrði árlegur aukakostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið ef örorkulífeyrisþegar hefðu eitt frítekjumark, 4.200.000 kr. á ári, óháð því hvaðan tekjur kæmu?
     3.      Hver yrði árlegur aukakostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið ef örorkulífeyrisþegar hefðu eitt frítekjumark, 6.000.000 kr. á ári, óháð því hvaðan tekjur kæmu?
     4.      Hver yrði árlegur aukakostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið af því að fella sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu, skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, inn í tekjutryggingu, skv. 22. gr. laga um almannatryggingar, þannig að hætt yrði að skerða uppbótina um 65% vegna annarra tekna lífeyrisþega?
     5.      Hver yrði beinn kostnaður ríkissjóðs á ársgrundvelli af breytingum í 1.–4. tölul. fyrirspurnar?
     6.      Hvaða áhrif má ætla að breytingarnar í 1.–4. tölul. fyrirspurnar hefðu á tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga?


Skriflegt svar óskast.