Ferill 671. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1041  —  671. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald og fangelsisvistun útlendinga.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hversu oft kröfðust stjórnvöld gæsluvarðhalds yfir útlendingum og hversu lengi í senn á grundvelli 115. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, ár hvert 2016–2022?
     2.      Hversu margir útlendingar voru vistaðir í fangelsinu á Hólmsheiði og hversu lengi í senn vegna þess að flytja átti þá úr landi, svo sem á grundvelli d- eða g-liðar 1. mgr. 115. gr. laga um útlendinga, ár hvert 2016–2022?


Skriflegt svar óskast.