Ferill 673. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1043  —  673. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um tekjuskerðingar almannatrygginga.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hversu miklar hafa skerðingar á tekjum öryrkja vegna fjármagnstekna verið á ári hverju síðustu fimm ár?
     2.      Hver eru skerðingarhlutföll fjármagnstekna vegna laga um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, annars vegar og vegna laga um almannatryggingar, nr. 100/2007, hins vegar?
     3.      Hefur ráðherra athugað hvort draga megi úr skerðingum á fjármagnstekjum öryrkja til að auðvelda öryrkjum að safna fyrir útborgun á eigin húsnæði? Ef svo er, hvenær má búast við tillögum ráðherra í þessum málum og með hvaða hætti?