Ferill 674. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1044  —  674. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um lyfjakostnað og tímabil lyfjakaupa.

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Hefur ráðherra gögn um það hvort fækkun hafi orðið í því að fólk leysi út lyfjaskammta á áætluðum tíma þegar nýtt tímabil lyfjakaupa hefst og greiða þarf fullt verð, allt upp í 22.000 kr., fyrir lyfjaskammt?
     2.      Hefur komið til skoðunar að breyta þrepakerfinu eða reglum um tímabil lyfjakaupa svo að það hendi ekki fjölskyldur að þurfa að greiða fullt verð til að leysa út lyf allra meðlima í sama mánuði? Kæmi t.d. til greina að kveða á um hámark greiðsluþátttöku einnar fjölskyldu í hverjum mánuði?
     3.      Hvers vegna er ekki hægt að dreifa kostnaðinum betur í ljósi þess að t.d. hjón með tvö börn, sem öll hefja nýtt tímabil lyfjakaupa í sama mánuði, geta þurft að greiða úr eigin vasa 66.000 kr. án greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga, og jafnvel meira, enda lyfjaverð sífellt að hækka?