Ferill 827. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1272  —  827. mál.




Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um viðveru herliðs.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu mikil var viðvera erlends herliðs á Íslandi á árunum 2017–2022? Þess er óskað að fram komi tímasetning og lengd viðveru hvers hóps, upprunaríki, fjöldi liðsmanna og tilefni viðveru.
     2.      Komu upp dagar á fyrrgreindu tímabili þar sem enginn liðsmaður erlends hers var staðsettur á landinu? Sé svo er þess óskað að fram komi hvaða daga það gerðist. Hafi það ekki gerst á tímabilinu er óskað upplýsinga um það hvenær háttaði síðast svo til að enginn liðsmaður erlends hers var á landinu.
     3.      Hvaða samráð hefur átt sér stað við íslensk stjórnvöld varðandi aukna viðveru erlends herliðs á tímabilinu? Hvaða efnislegu umræðu, og eftir atvikum afgreiðslu, hefur þróunin fengið innan ríkisstjórnar og Alþingis? Hversu miklar telur ráðuneytið að breytingar á viðveru herliðs þurfi að vera til að flokkast sem meiri háttar utanríkismál?
     4.      Á hvaða mati byggir hin aukna viðvera? Á hvaða vettvangi fer matið fram af hálfu íslenskra stjórnvalda og hvaða greiningar liggja því til grundvallar?


Skriflegt svar óskast.