Ferill 484. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1279  —  484. mál.




Svar


félags- og vinnumarkaðsráðherra við fyrirspurn frá Eydísi Ásbjörnsdóttur um móttöku flóttafólks.


     1.      Hvaða sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki?
    Þau sveitarfélög sem staðfestu áhuga á að taka á móti flóttafólki í könnun sem Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir 5. apríl 2022 eru eftirfarandi:
    – Akraneskaupstaður.
    – Akureyrarbær.
    – Bláskógabyggð.
    – Eyjafjarðarsveit.
    – Fjallabyggð.
    – Hveragerðisbær.
    – Norðurþing.
    – Rangárþing eystra.
    – Reykhólahreppur.
    – Snæfellsbær.
    – Strandabyggð.
    – Stykkishólmsbær.
    – Svalbarðsstrandarhreppur.
    – Sveitarfélagið Árborg.
    – Sveitarfélagið Hornafjörður.
    – Sveitarfélagið Skagafjörður.
    – Sveitarfélagið Skagaströnd.
    Að auki hafa eftirtalin sveitarfélög haft samband við ráðuneytið og lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttafólki:
    – Borgarbyggð.
    – Dalvíkurbyggð.
    – Garðabær.
    – Hrunamannahreppur.
    – Ísafjarðarbær.
    – Reykjavíkurborg.
    – Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
    – Skútustaðahreppur.
    – Suðurnesjabær.
    – Súðavíkurhreppur.
    – Kópavogsbær.

     2.      Hvernig standa samningaviðræður við sveitarfélög sem hafa lýst sig viljug til að taka á móti flóttafólki?
    Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Fjölmenningarsetur og eftirfarandi sveitarfélög hafa undirritað samninga um samræmda móttöku flóttafólks:
    – Akureyrarbær.
    – Hafnarfjarðarkaupstaður.
    – Múlaþing.
    – Reykjanesbær.
    – Reykjavíkurborg.
    – Sveitarfélagið Árborg.
    – Sveitarfélagið Hornafjörður.
    Þá eru eftirfarandi sveitarfélög annaðhvort að kynna sér efni fyrirliggjandi samnings um samræmda móttöku flóttafólks með mögulega undirritun í huga eða hafa samþykkt að undirrita samning:
    – Akraneskaupstaður.
    – Garðabær.
    – Grindavíkurbær.
    – Ísafjarðarbær.
    – Kópavogsbær.
    – Mosfellsbær.
    – Vestmannaeyjabær.
    Auk þess hafa ráðuneytið og Borgarbyggð gert með sér samning um móttöku flóttafólks á Bifröst fyrstu þrjá mánuðina eftir að viðkomandi hefur verið veitt vernd hér á landi.

     3.      Hver er ástæðan fyrir töfum í samningaviðræðum?
    Samningaviðræður um samræmda móttöku flóttafólks hófust í mars 2022 og voru samningar tilbúnir til undirritunar í ágúst sama ár. Frá þeim tíma hafa sveitarfélögin getað kynnt sér samninginn og tekið afstöðu til þess hvort hlutaðeigandi sveitarfélag sé reiðubúið að undirrita slíkan samning. Það ferli hefur tekið mismunandi langan tíma hjá sveitarfélögum en samningar hafa verið undirritaðir um leið og sveitarfélag hefur tekið ákvörðun um að undirrita slíkan samning.

     4.      Hversu margir umsækjendur um alþjóðlega vernd bíða þess að komast í þjónustu hjá sveitarfélagi?
    Vinnumálastofnun ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd en ekki sveitarfélög. Því bíður enginn umsækjandi um alþjóðlega vernd eftir því að fá þjónustu frá sveitarfélagi.