Ferill 830. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1283  —  830. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um vaxtabætur.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.


     1.      Hve mörg heimili njóta góðs af 50% hækkun á eignarskerðingarmörkum vaxtabóta árið 2023 sem samþykkt var á Alþingi 16. desember síðastliðinn? Óskað er sundurliðunar niður á einstaklinga, einstæða foreldra og hjón eða sambúðarfólk.
     2.      Hve mörg heimili sem nutu vaxtabóta árið 2022 hefðu ekki notið neinna vaxtabóta árið 2023 ef eignarskerðingarmörkin hefðu ekki verið hækkuð?
     3.      Hver er kostnaður ríkissjóðs vegna breytingarinnar?
     4.      Hvernig dreifist þessi aukni stuðningur niður á tekjutíundir?
     5.      Hvernig dreifist þessi aukni stuðningur niður á eignatíundir?
     6.      Hvernig dreifist þessi aukni stuðningur eftir aldri?
     7.      Hver er meðalábati heimila sem fá vaxtabætur árið 2023 af hækkun eignarskerðingarmarkanna?
     8.      Hver voru árleg útgjöld ríkisins vegna vaxtabóta á tímabilinu 2000–2022 á föstu verðlagi?


Skriflegt svar óskast.