Ferill 834. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Prentað upp.

Þingskjal 1294  —  834. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um breytingar á greiðslufyrirkomulagi vegna búsetu á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Frá Viðari Eggertssyni.


     1.      Hver er afstaða ráðherra til breytinga á fyrirkomulagi greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum, m.a. til afnáms svokallaðs vasapeningakerfis en að þess í stað verði teknar upp sértækar greiðslur fyrir húsaleigu og annan kostnað sem fylgir heimilishaldi?
     2.      Hver er staðan á vinnu starfshóps um breytt greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum sem skipaður var vorið 2016 af Eygló Harðardóttur, þáverandi félags- og húsnæðismálaráðherra?


Skriflegt svar óskast.