Ferill 835. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1295  —  835. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um langvinn áhrif COVID-19.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig er haldið utan um tölfræði um þau sem hafa sótt sér heilbrigðisþjónustu vegna langvinnra eftirkasta sýkingar af völdum COVID-19? Hversu mörg er talið að glími við langvinn áhrif COVID-19? Óskað er að svarið sé greint eftir kyni og tegund heilbrigðisþjónustu.
     2.      Hvaða meðferðar- og endurhæfingarúrræði eru í boði fyrir einstaklinga sem glíma við langvinn áhrif COVID-19?
     3.      Hvaða rannsóknum hefur ráðuneytið komið að þar sem skoðað er umfang og eðli langvinnra áhrifa COVID-19-sýkingar hér á landi? Hvernig hafa niðurstöður slíkra rannsókna verið nýttar til úrbóta á þjónustu við einstaklinga?
     4.      Hvaða fræðsla hefur átt sér stað innan heilbrigðiskerfisins og gagnvart almenningi um langvinn áhrif COVID-19-sýkingar?


Skriflegt svar óskast.