Ferill 838. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1298  —  838. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um samskipti vegna greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.

Frá Jóhanni Páli Jóhannssyni.

     1.      Hvað kemur fram í bréfi fyrrverandi ríkisendurskoðanda til forsætisnefndar Alþingis, dags. 17. febrúar 2021, og meðfylgjandi samantekt hans með athugasemdum við skýrslu Ríkisendurskoðunar um Lindarhvol ehf.?
     2.      Hvað kemur fram í bréfi forseta Alþingis til stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 28. apríl 2021?
     3.      Hvað kemur fram í bréfi stjórnar Lindarhvols ehf. til forseta Alþingis, dags. 11. maí 2021?
     4.      Hvað kemur fram í bréfi forseta Alþingis til stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 4. júní 2021?
     5.      Hvað kemur fram í bréfi stjórnar Lindarhvols ehf. til forseta Alþingis, dags. 22. júní 2021?
     6.      Hvað kemur fram í minnisblaði skrifstofu Alþingis, dags. 12. janúar 2022, um stöðu máls varðandi aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.?
     7.      Hvað kemur fram í bréfi forseta Alþingis til stjórnar Lindarhvols ehf., dags. 5. apríl 2022?
     8.      Hvað kemur fram í bréfi sem starfsmaður hjá skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu sendi forseta Alþingis vegna fyrirhugaðrar birtingar á greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, dags. 20. apríl 2022?
     9.      Fundaði forseti með starfsmanni fjármála- og efnahagsráðuneytisins eftir að bréfið barst? Ef svo er, hverjir sátu fundinn og hvert var efni hans?
     10.      Hvað kemur fram í minnisblöðum og álitsgerð MAGNA lögmanna ehf. til forsætisnefndar, dags. 16. apríl 2021 og 31. ágúst 2021, vegna umfjöllunar um hvort veita skuli aðgang að greinargerð setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol ehf.?
     11.      Hefur forseti eða skrifstofa Alþingis synjað beiðni um að veittur verði aðgangur að minnisblöðum og/eða álitsgerð MAGNA lögmanna ehf. á grundvelli upplýsingalaga? Ef svo er, á hvaða lagagrundvelli var beiðninni synjað?


Skriflegt svar óskast.