Ferill 854. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1325  —  854. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um endurupptöku mála í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur.

Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu margir einstaklingar fengu mál sitt endurupptekið hjá kærunefnd útlendingamála í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-351/2022 sem féll 13. október 2022?
     2.      Hversu margir þeirra höfðu þegar verið fluttir úr landi þegar dómur féll?
     3.      Hversu margir þeirra voru fluttir úr landi eftir að dómur féll?
     4.      Hver var heildarkostnaður ríkissjóðs af þeim flutningi fólks úr landi sem getið er að framan?


Skriflegt svar óskast.