Ferill 864. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1356  —  864. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um kolefnisgjald.

Frá Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að kolefnisgjald verði hækkað svo það verði fjórum til sjö sinnum hærra árið 2030 en reyndin er í dag, líkt og starfshópur ráðherra mælir með í nýrri skýrslu um skatta og skattaívilnanir á sviði umhverfismála? Ef ekki, hvers vegna ekki?
     2.      Hvert verður kolefnisgjaldið á hverju ári frá 2023 til 2030 samkvæmt núverandi áætlunum stjórnvalda?
                                  

Skriflegt svar óskast.