Ferill 868. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1363  —  868. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um Heilsugæsluna Grafarvogi.

Frá Diljá Mist Einarsdóttur.


     1.      Hvenær varð ljóst að færa þyrfti starfsemi Heilsugæslunnar Grafarvogi úr húsnæðinu í Spöng og til hvaða aðgerða var gripið þegar ljóst var orðið að færa þyrfti starfsemina úr því húsnæði?
     2.      Hvaða möguleikar voru kannaðir við leigu á tímabundnu húsnæði undir Heilsugæsluna Grafarvogi meðan framkvæmdir eru í húsnæðinu í Spöng:
                  a.      í Grafarvogi,
                  b.      sem næst Grafarvogi?
     3.      Hvers vegna var ákveðið að færa starfsemina í Heilsugæsluna Árbæ frekar en Heilsugæsluna Höfða?
     4.      Hvernig rímar leiðakerfi Strætó við flutning Heilsugæslunnar Grafarvogi í Heilsugæsluna Árbæ fyrir íbúa Grafarvogs og var höfð hliðsjón af því við ákvarðanatöku um flutning í umrætt húsnæði?
     5.      Hvað er áætlað að notendur Heilsugæslunnar Grafarvogi verði lengi samanlagt án heilsugæslustöðvar innan hverfis?


Skriflegt svar óskast.